Ég hlýt að vera stórskrítin

Ég verð að játa að ég hef haft mjög gaman af þessum auglýsingum og alveg sérstaklega þeirri fyrstu. 

Mér finnst atriðið þegar Júdas segir "er búið að segja gjörið þið svo vel ?" alveg óborganlegt. Mér finnst leikmyndin líka mjög skemmtileg og hefði alveg verið til í að sjá  "myndina", ef hún hefði verið til.

Ekki er Galileo auglýsingin síðri.

Mér finnst Jón Gnarr yfirleitt vera mikill húmoristi og alveg stór skemmtilegur, alla vega fyrir minn smekk.

 

 


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ég er alveg jafn skrýtin og þú að þessu leyti. Ég hef alltaf forðast auglýsingar og geri eitthvað annað á meðan þær eru í sjónvarpinu en þessar auglýsingar með Jóni Gnarr eru frábærar í einu orði sagt. Eins er "Smælið" hans Megasar það besta sem ég hef séð frá Toyota..kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Gott að vita að ég er ekki ein Ég var mjög hissa að sjá hvað það eru margir sem eru á annarri skoðun, meira að segja margt alveg ágætis fólk sem ég þekki.

Þóra Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hahaha ágætisfólk hefur mismunandi smekk og skoðanir ekki satt. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.6.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband