Kostur þrenginganna.
Föstudagur, 13. júní 2008
Bændur í Eyjafirði eru farnir að verka hey með öðrum hætti en undanfarin ár. Það er sennilega meiri vinna við það en á móti spara þeir eldsneyti og plast sem verður auðvitað dýrara og svo fá þeir kjarnmeira hey.
Einmitt svona hlutir eiga sér oft stað þegar þrengir að. Þá er fólk beinlínis neytt til þess að hugsa hlutina uppá nýtt.
Á meðan allt leikur í lyndi þá er engin þörf á að breyta til. Þess vegna getur verið gott fyrir okkur að fá spark í rassinn af og til svo við förum að haga okkur skynsamlega.
Við þekkjum það öll að þegar "nóg" er til þá förum við kæruleysislega með hlutina en þegar við sjáum fram á skort þá er annað uppi á teningnum.
Ég vona samt að við þurfum ekki að fara að "venda" flíkum eins og gert var þegar elskuleg amma mín var ung.
Nýjungagjarnir bændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þetta er vonandi upphafið að því að fólk vakni til vitundar um að það er ekki sjálfgefið að lífið renni fram án fyrirhafnar.
Og ég skal játa það að ég er svo harðgeðja að ég hef lengi séð það fyirir mér að eina leiðin til að fólk læri þá sjálfsögðu lexíu að bera virðingu fyrir verðmætum er óttinn við yfirvofandi kreppuástand.
Þar eiga vestrænar þjóðir margt ólært.
Árni Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 14:43
Sæl. Ég er svo sammála Árna með virðingarskortinn. Þetta á bæði við um heilsufar og dauða hluti sem við teljum verðmæti. Mér hefur fundist sérstaklega yngra fólk frekar kærulaust með hvort tveggja.kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.6.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.