Skrítið

Alþingismaður  brýtur alvarlega af sér í trúnaðarstarfi, hlýtur óskilorðsbundinn fangelsisdóm, situr hann af sér og er umsvifalaust kominn aftur á þing.

Embættismenn og ráðherrar brjóta lög við sölu á Íslenskum Aðalverktökum, Hæstiréttur dæmir, enginn axlar ábyrgð, enginn missir vinnuna. Þeir voru svo óvanir greyin, þeim gengur vonandi bara betur næst.

Jón Ásgeir er hundeltur í sex ár, niðurstaðan ein sú aumlegasta sem um getur miðað við hvað lagt var upp með. Hans dómur er skilorðsbundinn. Honum er meinað að sitja í stjórnum eigin fyrirtækja.

Þetta finnst mér bæði ósanngjarnt og skrítið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ekkert samræmi þarna,og með öllu óskiljanlegt.Ætli að þetta endi ekki með að við missum öll Baugsfyrirtækin úr landi.Og svo er það með öllu ósættanlegt að spilltir stjórnmála og embættismenn geta valtað yfir allt og alla.

Rannveig H, 13.6.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband