Hanna Birna veit ekki í hvaða flokki borgarstjórinn er.
Sunnudagur, 18. maí 2008
Skondið að heyra í Hönnu Birnu í Mannamáli á stöð 2.
Þar sagði hún " Ólafur er ekki að fara að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og ég er ekki að fara að ganga í Frjálslyndaflokkinn" Hönnu Birnu og fleirum til upplýsingar þá er Ólafur F. ekki í Frjálslyndaflokknum og er örugglega ekki á leiðinni í hann.
Mætti ég samt miklu frekar biðja um að hún kæmi í flokkinn en Ólafur. Það er miklu meira spunnið í hana.
Hún talaði líka um frábært samstarf í borgarstjórninni. Þar væri flottur hópur fólks sem ætti það sameiginlegt að vilja vinna borginni sinni vel. Staðreyndin er hins vegar sú að það eina sem það fólk virðist eiga sameiginlegt er að vilja maka krókinn og skara eld að eigin köku. Hvergi í hinum opinbera geira ber fólk jafn mikið úr bítum og í pólitíkinni í Reykjavíkur.
Athugasemdir
Við verðum að vona að Hanna Birna sé betur að sér í öðrum málum en þessum.
Hvað veit hún um Ólaf, getur ekki vel verið að hann gangi i Sjálfstæðisflokkinn, þá gæti hann verið borgarstjóri út allt tímabilið.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.5.2008 kl. 21:38
Sæl Þóra.
Er nú ekki alveg sammála þér varðandi það atirði að fá Hönnu Birnu í Fjálslynda flokkinn, held að ég vildi frekar fá Ólaf þar sem ég þekki hann og hef starfað með honum í flokknum og tel hann ágætis mann með meiru.
Að öðru leyti er ég þér sammála.
kv.gmaria.
ps. saknaði þín og annarra úr borginni á sveitarstjórnaráðstefnunni í gær.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.5.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.