Hvað ræður vali á ráðherrum ?

þegar ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram við völd, eftir síðustu kosningar, fór ég eins og margir aðrir að velta því fyrir mér hverja þeir veldu í ráðherrastöðurnar. Það var alveg klárt með suma en ekki eins augljóst með aðra.

Ég furðaði mig á því að Guðfinna Bjarnadóttir hafi ekki orðið fyrir valinu en aðrir sögðu að það gengi aldrei því hún hefði ekki verið áður á þingi og skorti því reynslu.

Reynslu í hverju ? Konan er þrælvön í allskonar stjórnun og hefur náð frábærum árangri á því sviði. Hún hefði örugglega ráðið betur við heilbrigðismálin en sá sem ræður þeim málaflokki nú.

Hvers vegna skyldi hann annars hafa fengið stöðuna ? Ætli það hafi verið vegna reynslu sinnar ? á þingi eða úti í hinum stóra heimi ? Eða átti hann réttu vinina ?

Við hvað vann Guðlaugur Þór áður en hann varð ráðherra ?

jHann var þingmaður.

En þar áður ?

Ekki man ég það.

Magnað annars að þingmennska skuli vega svo þungt í ferilskrá.  Alþingi er sá vinnustaður sem er víðfrægur fyrir skipulagsleysi og skort á skilvirkni.  

Ætli það sé meðvitað að fyrst þurfi að þreyta fólk og ná úr því öllum krafti og eldmóði áður en það er gert að ráðherrum ? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Snýst þetta ekki mest um goggunarröð, hver er næstur á lista. Það er aldrei tekið neitt ferkst blóð í ráðherrastól þó svo það væri einhver sem vissi betur en þeir sem "eiga" stólinn.

Ég efast um að þeir fengju stól í einhverju fyrirtæki sem þyrfti að reka með hagnaði.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.4.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Maður áttar sig ekki alltaf á því hvað ræður vali á ráðherrum. En maður áttar sig alveg á því af hverju Pétur Blöndal er það ekki - en það er nú önnur saga. En það er alþekkt að margir karlar hvorki þola né þora að hleypa greindum og gáfuðum konum eins og Guðfinnu of nærri sér. Því gæti ég trúað að hún eigi erfitt uppdráttar í þingflokknum líkt og nokkrar aðrar konur vegna samstöðu ungu kerlinganna í hópnum. En þegar horft er yfir þingflokkinn er svo greinilegt hverjar kellingarnar eru,  því þær eru allar með bindi - um hálsinn.      

Atli Hermannsson., 30.4.2008 kl. 18:05

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Já en Atli, væri ekki frábært að fá Pétur Blöndal í fjármálaráðuneytið ? nú eða í félags- eða heilbrigðisráðuneytið. Ég er viss um að hann, með sinni einstöku lagni, myndi snarlega koma fjölda öryrkja til heilsu.

Þóra Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einu sinni var sagt að lögreglumenn væru ráðnir eftir buxnastærð. Sennilega var þetta upphaflega sett fram sem grín. Lögreglumenn eru eins og hverjir aðrir láglaunaþrælar sem bæta sér upp launin með löngum vöktum á öllum tímum sólarhringsins alla daga ársins.

Varðandi ráðherra þá er eins og þeir þurfi ekki neitt sérstakt til brunns að bera fram yfir venjulegt fólk. Kannski er ágætt að rifja upp sitthvað sem Þórbergur Þórðarson setti fram í Bréfi til Láru. Þar vísar hann til þess að skósmiður verði að fara í skóla 4 vetur áður en honum er trúað fyrir skósólum landsmanna! Á móti tekur hann á hvaða skilyrði eru sett til að maður geti boðið sig fram til trúnaðarstarfa í samfélaginu. Fyrir utan þessi ósköp venjulegu skilyrði sem hvaða maður sem er getur uppfyllt eru þau engin. - Akkúrat engin!

Því getur þjóðin átt von á því að hvaða vitgranni maður sem er geti sest í ráðherrastól heilbrigðismála sem og aðra ráðherrastóla!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.5.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband