Fordómar
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Það er hálf kaldhæðnislegt að kona sem kvartar undan fordómum skuli sjálf hafa í frammi fordóma.
Það er ekki skrítið að erfitt sé að vinna gegn þeim.
"Stundum er erfitt að skilja hvernig fólk getur verið þunglynt á Íslandi" Þetta segir Jurgita, sem flutti hingað frá Litháen.
Hún hefur greinilega enga þekkingu á þeim alvarlega sjúkdómi sem þunglyndi er. Þunglyndi getur lagst á hvern sem er við hvaða aðstæður sem er.
Ég er líka viss um að hún hefur ekki áttað sig á þessu sjálf og örugglega er þetta ekki meint þannig. Eflaust á hún við að hún eigi erfitt með að skilja að fólk hér hafi undan einhverju að kvarta.
Bitnar mest á börnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.