Úlfurinn kastar sauðagærunni
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Ég rakst á frétt á fréttavef Vísis þar sem verið er að fjalla um auglýsingar sem miðast að börnum, ég birti smá kafla úr henni en hér má sjá fréttina alla.
"Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið.
Þá höfum við það, hann hefði allt eins getað sagt : við erum algjörlega siðlaust fólk hundsum lög og reglur og förum okkar fram hvað sem tautar.
Við höfum auðvitað alltaf vitað þetta en samt er athyglisvert að fá þetta bara svona beint framan í sig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.