Páskahugleiðing

Ég hef aldrei skilið hvers vegna kristnir menn segja föstudaginn langa vera sorgardag. Í mínum huga var krossfestingin nauðsynleg til að upprisan gæti orðið.

Jesú var ekki myrtur heldur tók hann sjálfviljugur að sér að ganga í gegnum þessar hörmungar til þess að frelsa mannkynið frá syndum sínum. Það hefði hann ekki getað ef hann hefði dáið saddur lífdaga í hárri elli.

Mér finnst hins vegar eðlilegt að kristnir menn hafi hægt um sig þennan dag og noti daginn til íhugunar um sínar eigin syndir og þakki Jesú fyrir þá miklu þjáningar sem hann lagði á sig fyrir þá sjálfa og allt mannkynið.

Það er samt ákaflega sjaldgæft að menn geri það, þvert á móti eru þessir svokölluðu bænadagar nú orðið aðallega notaðir til ferðalaga og skemmtana af ýmsu tagi.

Þó svo ég sé ekkert endilega trúuð þá er ég mjög þakklát fyrir þessa hvíldardaga sem við fáum svona af og til í nafni kristninnar, Jólin, Páska og Hvítasunnu. Mér finnst ákaflega gott að nánast allt þjóðfélagið hægi á sér, umferðin verður sáralítil og friður færist yfir. Ég held jafnvel að þjóðarsálin hafi gott af þessu. Maður getur líka verið nokkuð viss um að á þessum dögum fái maður ekki bréf frá Sýslumanni og það útaf fyrir sig er heilmikils virði.

 Gleðilega Páska


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ha ha, góður þessi. Þetta hefði mér aldrei dottið í hug. Sonur minn tók þessa mynd, við vorum nýkomin úr gönguferð í Camebridge og ég var eitthvað annars hugar.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.3.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband