Páskahugleiđing

Ég hef aldrei skiliđ hvers vegna kristnir menn segja föstudaginn langa vera sorgardag. Í mínum huga var krossfestingin nauđsynleg til ađ upprisan gćti orđiđ.

Jesú var ekki myrtur heldur tók hann sjálfviljugur ađ sér ađ ganga í gegnum ţessar hörmungar til ţess ađ frelsa mannkyniđ frá syndum sínum. Ţađ hefđi hann ekki getađ ef hann hefđi dáiđ saddur lífdaga í hárri elli.

Mér finnst hins vegar eđlilegt ađ kristnir menn hafi hćgt um sig ţennan dag og noti daginn til íhugunar um sínar eigin syndir og ţakki Jesú fyrir ţá miklu ţjáningar sem hann lagđi á sig fyrir ţá sjálfa og allt mannkyniđ.

Ţađ er samt ákaflega sjaldgćft ađ menn geri ţađ, ţvert á móti eru ţessir svokölluđu bćnadagar nú orđiđ ađallega notađir til ferđalaga og skemmtana af ýmsu tagi.

Ţó svo ég sé ekkert endilega trúuđ ţá er ég mjög ţakklát fyrir ţessa hvíldardaga sem viđ fáum svona af og til í nafni kristninnar, Jólin, Páska og Hvítasunnu. Mér finnst ákaflega gott ađ nánast allt ţjóđfélagiđ hćgi á sér, umferđin verđur sáralítil og friđur fćrist yfir. Ég held jafnvel ađ ţjóđarsálin hafi gott af ţessu. Mađur getur líka veriđ nokkuđ viss um ađ á ţessum dögum fái mađur ekki bréf frá Sýslumanni og ţađ útaf fyrir sig er heilmikils virđi.

 Gleđilega Páska


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţóra Guđmundsdóttir

Ha ha, góđur ţessi. Ţetta hefđi mér aldrei dottiđ í hug. Sonur minn tók ţessa mynd, viđ vorum nýkomin úr gönguferđ í Camebridge og ég var eitthvađ annars hugar.

Ţóra Guđmundsdóttir, 23.3.2008 kl. 23:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband