Undarlegur dómur.
Laugardagur, 15. mars 2008
Ég verð að segja að mér finnst þetta mjög skrítinn dómur. Sérstaklega þegar hann er settur í samhengi við aðra dóma þar sem einn veldur öðrum skaða.
Þarna er um að ræða barn sem virðist í óðagoti skaða kennarann, það þykir ólíklegt að barnið hafi ætlað að vinna kennaranum mein en dómarinn segir að barninu hefði mátt vera ljóst að það gæti verið hættulegt að loka hurðinni með þeim hætti sem það gerði.
Þessi dómur er enn undarlegri þegar við skoðum dóma sem fullorðið fólk fær þegar það af ásetningi skaðar aðra og það jafnvel þegar það veldur börnum óbætanlegu tjóni. Svo ekki sé nú talað um þegar fullorðinn karlmaður lemur konu í spað, þá er bara um fáeina hundraðþúsundkalla að ræða.
Snýr þessi dómur kannski bara að tryggingafélaginu sem fjölskyldan er tryggð hjá ?
![]() |
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er skringilegt.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.