Vændi í Kastljósi.
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Ég sá viðtalið við vændiskonuna í Kastljósinu í gær. Þetta hljómaði eins og grín af verstu sort. Þarna sat hún blessuð konan og reyndi að útskýra hvað þetta væri nú allt saman eðlilegt eins og um venjulegt starf væri að ræða. Samt gat hún ekki komið fram undir nafni. Auðvitað ekki.
Það er einmitt mergur málsins, þetta er hvorki eðlilegt né venjulegt starf. Ég var mest hissa á þeim í Kastljósinu að þeir skuli yfirleitt vera að birta þetta viðtal.
Vesalings konan reyndi svo að afsaka sig með því að það væru bara fordómarnir í samfélaginu sem kæmu í veg fyrir að hún kæmi fram undir nafni.
Fordómar, er orð sem er klárlega ofnotað. Þegar maður hefur kynnt sér mál og komist að niðurstöðu þá eru það ekki fordómar.
Ég áttaði mig alls ekki á því hvað vakti fyrir Kastljósfólki með þessu viðtali. Hvers vegna ríkisfjölmiðill telur ástæðu til að fjalla um þetta mál með þessum hætti. Átti þetta kannski að vera liður í því að venja fólk við að vændi verði gert opinbert og viðurkennt á Íslandi ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.