Skyldusparnaður.

,,Nú er rétti tíminn fyrir skyldusparnað. Þrátt fyrir það að ég sjálf hafi farið illa út úr IMP_1719_32skyldusparnaðinum á sínum tíma þá mæli ég eindregið með því að hann verði tekinn upp aftur.

Ég og mín kynslóð vorum bara einstaklega óheppin ef hægt er að taka þannig til orða, því sparnaðurinn var óverðtryggður og brann bara upp eins og annar sparnaður á þeim tíma.

Svo var ég líka svo ljómandi heppin eða hitt þó heldur, að í kjölfarið var verðtrygging tekin upp og einmitt þá tók ég mín fyrstu lán sem voru auðvitað verðtryggð þegar óðaverðbólgan geisaði enn og það þótti þjóðráð að taka launin úr sambandi, hætta að verðtryggja þau því þá eins og nú voru laun láglaunafólks aðalástæðan fyrir verðbólgu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband