Er stjórnmálamönnum alveg lífsins ómögulegt að segja satt ?

Það mætti halda það. Það er alveg sama hversu merkilegir hlutirnir eru eða ómerkilegir alltaf þarf einhver að segja ósatt.

Nýjasta dæmið er í sambandi við myndun nýs meirihluta, þar ber fólki alls ekki saman um hver talaði eða talaði ekki við hvern og hvenær. 

Margrét sagði að Ólafur hafi ekki talað við sig, Ásta Þorleifsdóttir fullyrðir að Ólafur hafi talað við Margréti. Dagur B. segist hafa hlegið með Ólafi að Sjálfstæðismönnum en Ólafur man ekki þann hlátur sem er leiðinlegt, honum virðist ekki veita af smá hlátri.

Því miður er þetta ekkert nýtt en ég hafði nú samt vonað að þetta væri á undanhaldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Nei þetta er alls ekki á undanhaldi þetta er í sókn.

Það ætti að fá Svein Aðalsteinsson og menn hans líka í ábyrgðarstöður.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.1.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Halla Rut

Já þetta er vægast sagt orðið súrt.  Og verst finnst manni þegar fólk er farið að baktala og stinga fólk í bakið í sínum eigin flokki eins og við höfum verið svo mikið vör við undanfarið.

Halla Rut , 28.1.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sælar stöllur.

Af því að þið minnist á Svein Aðalsteinsson, þá vil ég upplýsa að Sveinn sagði sig frá F-listanum strax eftir kosningar og sagðist ekki koma nálægt honum.  Það hefur því ekki verið nein ástæða til að hafa samband við hann.  Sveinn er duglegur maður, en lyndir ekki við hvern sem er.

Kjartan Eggertsson, 28.1.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband