BANKINN ER EKKI VINUR ÞINN.

Það er ekki laust við að maður fái klígju við að horfa á auglýsingar frá tryggingafélögum og bönkum.  Þetta eru alveg sérstaklega smeðjulegar auglýsingar sem innihalda frasa á borð við : "Tryggingar snúast um fólk", " Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt" , Við stöndum með þér"  "Við styðjum við bakið á þér" "heilbrigð samvinna" er einn af nýjustu frösum KB banka.

Kaupþing Banki hefur tilkynnt að framvegis verði ekki hægt að yfirtaka húsnæðislán frá bankanum sem þýðir bara í stuttu máli mikil aukaútgjöld fyrir stóran hóp af fólki. Löng hefð hefur skapast fyrir yfirtökum af þessu tagi þ.e. fólk metur það einfaldlega þegar það kaupir fasteign hvort sé hagstæðara að yfirtaka lánið sem fyrir er á eigninni eða að taka nýtt lán. Það getur verið á báða vegu. 

Nú ætlar Kaupþing sem sagt að rjúfa þessa hefð og þeir einu sem tapa á því eru lántakendurnir. Bankarnir hafa til þessa réttlætt uppgreiðslugjaldið með þeim hætti að lántakandi hafi gert við þá bindandi samning til 25 eða 40 ára sem þeir hafi í sínum útreikningum reiknað með að standi. Með þessu útspili sínu ætla þeir að rifta þessum samningi og ættu því með réttu að borga lántakanum uppgreiðslugjald. 

Mig grunar að hinir bankarnir muni fylgja á eftir, því það væri mjög vogað af KB banka að hætta sér einum út á svona hálan ís. Þeir hljóta því að hafa tryggt sér vilyrði hinna til að fylgja á eftir.


mbl.is Breytt kjör við yfirtöku íbúðalána Kaupþings banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...væri það ekki brot á samkeppnislögum ef hinir fylgja?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.11.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Kári Harðarson

Þegar vextir lækkuðu græddu lántakendur ekki, því húsnæðisverð hækkaði sem því nam.  Það voru húsnæðisseljendur sem græddu.

Nú er að sjá hvort þetta bylmingshögg lendir á þeim sem kaupa eða þeim sem selja.  Ég yrði hissa ef kaupendur borga uppsett verð á húsnæði eftir þessa miklu og skyndilegu vaxtahækkun -- en íslenskir neytendur hætta seint að koma mér á óvart.

Kári Harðarson, 7.11.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Íslenskir neytendur eru ótrúlegir. Húsnæðisverðið hefði ekki hækkað svona mikið á sínum tíma nema vegna þess að þeir létu sig hafa þessa hækkun ypptu bara öxlum og sögðu :"það skiptir ekki máli hvað íbúðin kostar ég fæ lán fyrir henni " svo eru þeir enn að borga stórfé fyrir vatn og fyllingarefni í líki skinku.

Bankarnir eru sennilega oft að brjóta samkeppnislög þeir taka til dæmis allir sama gjald ef þú greiðir inná reikning í öðrum banka en þú ert stödd í.

Þóra Guðmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 17:49

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Þóra.

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þessu efni.

Sé hér til raunveruleg samkeppni taka hinir bankarnir ekki upp sama háttalag og fá viðskiptavini til sín frá viðkomandi banka , ef ekki ????

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.11.2007 kl. 01:51

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það kæmi mér á óvart ef þessi hækkun yrði ekki komin í höfn hjá "samkeppnisaðilum" innan viku.

Verð að segja að sparisjóðirnir okkar hafa valdið mér sárum vonbrigðum í öllu þessu efni. Á ekki von á að það breytist.

Undarleg þversögn að á sama tíma og riddarar spákaupmennskunnar baða sig í sviðsljósinu eftir sigur í hverri Heljarslóðarorrustunni af annari skuli stór hluti þjóðarinnar þjást og fyrirverða sig vegna fátæktar.

Seðlabankinn er ekki vinur heldur böðull. Útlendur fjármálaspekingur var staddur á Íslandi þegar Seðlabankinn var í byggingu. Hann sagði í blaðaviðtali að íslenska þjóðin væri eina þjóðin sem hann vissi til að hefði reist böðli sínum musteri!

Árni Gunnarsson, 10.11.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband