HVERS VEGNA EKKI ÓLAFUR F ?

Margir hafa spurt, og þeirra á meðal Margrét Sverrisdóttir hvers vegna Frjálslyndir ályktuðu bara gegn henni en ekki gegn Ólafi F Magnússyni, sem þó gekk úr flokknum eins og Margrét.

Því er til að svara að Margrét hefur ekki látið neitt tækifæri ónotað til að hreyta ónotum í fyrrum flokksfélaga sína sem þó studdu hana með ráðum og dáð á sínum tíma.

Í Frjálslynda flokknum er fjöldinn allur af fólki sem studdi Margréti og lagði á sig ómælda vinnu til að koma henni á þann stað sem hún er nú. Því fólki er nú  nóg boðið.

Svo er Ólafur  veikur og okkur þykir það einfaldlega rétt að láta hann í friði þó svo að Margréti finnist það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Þóra.

Mikið rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.10.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Bíddu en gekk Margret ekki í annan flokk, ég veit ekki til þess að Ólafur hafi gert það..Missti ég kannski af einhverju.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.10.2007 kl. 18:30

3 Smámynd: Halla Rut

Einmitt.

Halla Rut , 20.10.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband