Grímseyjarferjuævintýrið

Gaman væri að vera fluga á vegg ef synir eða dætur þeirra Árna Mathiesen og Sturlu Böðvarssonar hefðu hagað sér eins og menn hafa hagað sér í Grímseyjarferjumálinu.

Þeir fela unglingunum sínum að kaupa notaðan bíl. Þeir keyptu illaúlítandi bíl sem væri bæði gamall og greinilega illa við haldið og settu hann í viðgerð.

Þeir væru með debetkortið hans pabba og fyrr er varir er viðgerðarkostnaður kominn langt fram úr áætlun.

Ætli feðurnir tækju því bara þegjandi. Skyldu þeir bara segja: "jæja krakkar mínir, við skulum nú ekki vera með nein læti útaf þessu. Mestu máli skiptir að við lærum af þessari reynslu og látum þetta ekki koma fyrir aftur."

Mér þykir líklegra að þeir yrðu öskureiðir, tækju af þeim debetkortið og það yrði örugglega bið á því að afkvæmunum yrði falið svipað verkefni.

Það er nefnilega ekki sama hver borgar brúsann. Það virðist vera auðvelt að vera bæði skilningsríkur og umburðarlyndur þegar aðrir borga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra. Þarna hittir þú naglann á höfuðið. Þetta snýst allt um það að þessi vanræksla snertir þá ekki persónulega. Ég er alveg undrandi á þögn Kristjáns Möller eins og hann þandi sig fyrir kosningar. ;:) bara skemmtilegt að fylgjast með honum..

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.8.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband