Hræddur Björn

Ég fer nú að hafa verulegar áhyggjur af Birni Bjarnasyni maðurinn er alltaf logandi hræddur.  Þetta er sennilega orðin einhverskonar fóbía og yfirleitt eru fóbíur  órökréttur ofsa ótti við hluti sem engin eða lítil ástæða er til að óttast svo  sem eins og köngulær.

Hvernig væri að skilgreina þær ógnir sem að okkur steðja svona dagsdaglega ?

Þær ógnir eru ósköp hversdagslegar og óspennandi.

Fyrst og fremst eru það eiturlyf og áfengi sem leggja unga fólkið okkar að velli og það á við um allan heim. Þeir eru margfallt fleiri sem falla í valinn á ári hverju af völdum þessara efna  beint og óbeint en munu nokkurn tíma koma til með að falla fyrir hryðjuverkum. Meira að segja mannfallið í Írak er hjóm eitt miðað við hve margir deyja af eyturlyfjaneyslu í Bandaríkjunum einum.

Eiturlyfjaneyslan hefur  svo líka víðtækar afleiðingar.  Það eru ekki bara fíklarnir sjálfir sem skaðast heldur öll hans fjölskylda og í raun samfélagið allt.

Svo eru það geðrænir sjúkdómar sem verða æ algengari sem og lísstílstengdir sjúkdómar sem valda því að fólk deyr um aldur fram sem og bílslys.

Það væri nær að efla varnir okkar gegn þessum ógnum  með öflugri landamæragæslu og löggæslu yfirleitt. Það þarf líka að hlúa betur að börnum og unglingum í uppvextinum og allmennri andlegri líðan en það er því miður ekki gert .

Það verður að viðurkennast að baráttan gegn þessum ógnum býður ekki upp á þann hetjuljóma sem baráttan gegn hinum hefðbundndu hryðjuverkum kann að gera en hún er engu að síður mun brýnni  og hún er líka beinlínis arðbær því það er dýrt að hafa ástandið óbreytt.

Svo ein spurning í lokin. Hvað væri betur til þess fallið að eyðileggja þjóðfélag innan frá en eiturlyf og áfengi ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað tengist meir eiturlyfum og áfengi en einmitt vændi? Samt er Björn hvergi hræddur við vændið. Hann óttast ekki heri kynsjúkdómasýktra kvenna frá Austur-Evrópu né þá skuggaveröld sem að baki þeim býr og á hér nú greiðan aðgang. Hefði vændisfrumvarp ráðherrans verið samþykkt fyrir 20 árum, hefði það haft mun minni áhrif en nú má sjá fyrir, eftir að landið hefur verið opnað upp á gátt fyrir vinnuafli frá ESB-löndum Austur-Evrópu, þar sem atvinnuleysi rekur margar konur í fang ófyrirleitinna mafíósa. Mansal verður íslenzkur veruleiki, ef varnir okkar verða ekki efldar í þessum málum með nýrri löggjöf sem samrýmist andstöðu þjóðarinnar við glapræðisfrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi í þessum mánuði.

Jón Valur Jensson, 31.3.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér sýnist Jens vera á því að það eigi að samþykkja þennan her til að passa upp á að vændiskonur komi ekki til Íslands Kannski er Björn svona hræddur við konur almennt.

Ef almennilega væri staðið að forvarnarmálum, meðferðarmálum og síðast en ekki síst farið að vinna í vandamálum þeirra sem dæmdir eru til fangelsisvistar fyrir að vera sjúkir. Í stað þess er þeim hent í fangelsi þar sem þeir eru í félagsskap vina sinna og svo dempt út á götu aftur í nákvæmlega sama farið og þeir voru í. - hugsanlega gætum við minnkað fíkniefnavandann um c.a 30-40% með því...  En nei! Herra Björn vill öflugri löggæslu til að smala dópistaræflunum hraðar inn á Hraunið

Heiða B. Heiðars, 31.3.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hvað væri betur til þess fallið?

Til að mynda; Hræðsluáróður, popúlismi, valdataka öfgatrúarhóps og aðrar almennar aðfarir að lýðræði og frelsi þjóðarinnar.

Eins; Hysteríuköst alþingismanna sem gagga eins og hænur um leið og minnst er á útvíkkun persónufrelsis eða gæslu landamæra eða nýtingu auðlinda...

...Hvað væri betur til þess fallið en eimmitt það?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.4.2007 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband