Toshiki Toma og fordómar
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Í Morgunblaðinu í dag skrifar Toshiki Toma um dulda fordóma. Nefnir sem dæmi eftirfarandi reynslu manns frá einu af nýustu aðildarlöndum Evrópusambandsins þegar hann fór í verslun.
"Maðurinn upplifði að sá sem afgreiddi hann breytti hegðun sinni, áreiðanlega ómeðvitað og óviljandi, þegar hann uppgötvaði frá hvaða landi maðurinn var."
Toshiki og öðrum innflytjendum til upplýsingar vil ég taka fram eftirfarandi.
Íslendingar verða fyrir þessu á hverjum degi. Starfsfólk í verslunum sérstaklega þeim sem selja dýra hluti gera mjög upp á milli fólks. Það er ekki óalgengt að viðskiptavinur sé "mældur út" veginn og metinn með tilliti til þess hversu líklegur hann sé að kaupa þann dýra varning sem er í versluninni.
Ef afgreislufólkið skynjar ekki peninga og viðkomandi er ekki þekkt persóna þá er hann varla virtur viðlits, ég hef (innfædd í alla ættliði og get rakið ættir mínar til landnáms) stundum fengið þau svör þegar ég spurði um verð "þetta er mjööög dýrt".
Vissulega má segja að þetta séu fordómar en þetta hefur ekkert með kynþátt að gera. Þetta heitir snobb.
Þetta geta menn sannreynt með þvi að klæða sig eins og olíufursta og þá fá þeir fyrsta flokks þjónustu alveg sama frá hvaða heimshorni þeir eru eða hvernig þeir eru á litinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.