Hlegið að Íslenskum karlmönnum.

"Íslenskir karlmenn sannfærðu sjálfa sig um að þeir væru fjármálasnillingar sem hefðu sérstaka eiginleika í farteskinu til að herja á erlenda markaði í fjármálaútrás. Svo kemst metsöluhöfundurinn Michael Lewis að orði um íslenska hrunið í viðtalsþættinum Charlie Rose á sjónvarpsstöðinni Bloomberg"

Þeir voru nú ekki vitlausari en það að þeim tókst  á örskömmum tíma með klækjum og prettum að gera sjálfa sig forríka og það sem meira er þeir virðast komast upp með það.


mbl.is Hlegið að Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Michael Lewis hefur rétt fyrir sér. Íslendingar urðu aðhlátursefni, enda var athyglissýkin og hégómleikinn að drepa þá. En það voru líka konur í klappliðinu, ekki sízt Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún.

"Íslendingar hafi í kjölfar hrunsins skipt um ríkisstjórn og falið konum stjórn mála eftir að testósteróndrifin útrás beið skipbrot."

Já, ekki batnaði ástandið við það að fá oestrogen í staðinn fyrir testosteron. Það er ekki testosteron sem er vandamálið. Vandamálið er trúgirni og dugleysi þeirra stjórnmála- og embættismanna sem létu þetta gerast og tóku þátt í skrípaleiknum eins og fávitar.

Vendetta, 5.10.2011 kl. 00:13

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála: konur vor líka klappstýrur og sumar gegndu mikilvægu hlutverki. Ekki aðeins Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún. Hlutur Valgerðar Sverrisdóttur og Sivjar Friðleifsdóttur í blekkingarleiknum var ekki lítill við blekkingarnar.

Góðar stundir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2011 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband