Hlegið að Íslenskum karlmönnum.
Þriðjudagur, 4. október 2011
"Íslenskir karlmenn sannfærðu sjálfa sig um að þeir væru fjármálasnillingar sem hefðu sérstaka eiginleika í farteskinu til að herja á erlenda markaði í fjármálaútrás. Svo kemst metsöluhöfundurinn Michael Lewis að orði um íslenska hrunið í viðtalsþættinum Charlie Rose á sjónvarpsstöðinni Bloomberg"
Þeir voru nú ekki vitlausari en það að þeim tókst á örskömmum tíma með klækjum og prettum að gera sjálfa sig forríka og það sem meira er þeir virðast komast upp með það.
![]() |
Hlegið að Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Michael Lewis hefur rétt fyrir sér. Íslendingar urðu aðhlátursefni, enda var athyglissýkin og hégómleikinn að drepa þá. En það voru líka konur í klappliðinu, ekki sízt Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún.
"Íslendingar hafi í kjölfar hrunsins skipt um ríkisstjórn og falið konum stjórn mála eftir að testósteróndrifin útrás beið skipbrot."
Já, ekki batnaði ástandið við það að fá oestrogen í staðinn fyrir testosteron. Það er ekki testosteron sem er vandamálið. Vandamálið er trúgirni og dugleysi þeirra stjórnmála- og embættismanna sem létu þetta gerast og tóku þátt í skrípaleiknum eins og fávitar.
Vendetta, 5.10.2011 kl. 00:13
Sammála: konur vor líka klappstýrur og sumar gegndu mikilvægu hlutverki. Ekki aðeins Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún. Hlutur Valgerðar Sverrisdóttur og Sivjar Friðleifsdóttur í blekkingarleiknum var ekki lítill við blekkingarnar.
Góðar stundir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2011 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.