Byggðastefna

Nú er mál til komið og í raun löngu tímabært að menn setjist niður og ákveði hvaða byggðum eigi að halda við og hverjar eiga að fara í "líknandi meðferð" með það að markmiði að leggja þær niður.

Á sama tíma þarf að velja úr lífvænlega staði og styrkja þá og hvetja fólk til að fara þangað svo að það streymi ekki allir á suðvestur hornið.

Það er kristalklárt að ekki er raunhæft að halda við  öllum þeim byggðum sem nú eru á landinu. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er það bara þannig. Nema við færum í að flytja inn fólk í stórum stíl.

Nú til dags vill fólk hafa alla nútíma þjónustu í seilingarfjarlægð og það er bara ekki hægt að ætlast til þess að minni pláss sem telja fáein hundruð geti haldið henni uppi. 

 


mbl.is „Fólk fór að gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nákvæmlega þetta er kjarni málsins. Hrunið, sem reyndar er kannski fyrst núna búið að fá leyfi til að sýna sitt rétta andlit varð ekki að því sem það átti að geta orðið. Þótt ótrúlegt sé þá ræddi ég við fjölmarga sem voru sama sinnis og ég um það að nú ættu stjórnvöld að nýta hrunið sem tækifæri til að reisa við þá innviði samfélagsins sem hefðu orðið hrörnuninni að bráð.

Og þetta var auðvelt eins og við bæði vitum en þess í stað var hafin uppbygging í anda þeirrar hugmyndafræði sem brast með öllum sínum skelfilegu afleiðingum.

Og hvað sem allri hugljómun í garð aukinnar menntunar=langskólanáms - líður þá er það nú einu sinni svo að heilsufarslegt og félagslegt öryggi borgaranna verður að vera fremst í forgangsröð.

Byggðastefna snýst ekki um jarðgöng og íþróttamannvirki. Hún snýst um að tryggja fólki öryggi og atvinnu til lífsviðurværis.

Veruleg aukning aflaheimilda og styrkur til nýsköpunar er það sem landsbyggðin þarf til sjálfbærrar búsetu ásamt heilbrigðisþjónustu sem fyrr en varir verður komin á forræði sveitarfélaganna. 

Fólk á einfaldlega að fá að búa í afskekktum byggðum og á forsendum byggðarlagsins en ekki vegna pólitískra verndunarsjónarmiða. Og það á ekki að ræna fólkið lífsbjörginni fyrst og gera það síðan að pólitísku vandamáli.

Árni Gunnarsson, 7.10.2010 kl. 16:14

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Nákvæmlega Árni.

Þetta gengur útá sjálfbærni!

Hvað er íbúi höfuðborgarsvæðisins tilbúinn að greiða einhverjum út á landi fyrir að búa þar og fá bæði styrk frá ríki og hærra atkvæðavægi í ofanálag?

 Hvert er t.d. réttlætið í milljarða jarðgöngum fyrir 50 bíla á dag?

Óskar Guðmundsson, 7.10.2010 kl. 18:33

3 identicon

Svona til upplýsingar eru heildartekjur Íslands af hverjum íbúa Landsbyggðarinnar 2,2 milljónir króna (af ferðamennsku, iðnaði og fiskveiðum) á meðan höfuðborgin er að skila tæpum 800 þús kalli á haus.

Er ekki bara spurningin af hverju að halda úti þessu SV-horninu sem skilar litlu nema því auðvitað að mergsjúga landbyggðina og situr á sköttunum (2/3 af sköttum greiddir úti á landi verða eftir á höfuðborginni og skila sér aldrei aftur út á land).

Sigurður Hermannsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 19:02

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra. Skeleggur pistill eins og við var að búast af þér  Þetta eru fróðlegar upplýsingar frá Sigurði ef sannar eru. Sjálf hef ég talið rétt að lækka tekjuskattsálagningu í réttu hlutfalli af fjarlægð frá Reykjavík þar sem þjónustan er mest og best. Það má þá einu gilda hvort þau samfélög eru fá-eða fjölmenn meðan það er val viðkomandi íbúa hvar þeir búa. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.10.2010 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband