Ætli Finnur viti af þessu?

Finnur Sveinbjörnsson er einmitt nýbúinn að kveða upp þann úrskurð að þarna fari hæfustu stjórnendur landsins og í rauninni þeir einu sem geta rekið batteríið.

Annars er þetta eftir öðru, nú er það bara í höndum hins almenna borgara sýna að hann lætur ekki bjóða sér svona lagað með því að sniðganga þau fyrirtæki sem enn eru í eigu þessara fugla.

Nú þurfum við bara að fá lista yfir þessi fyrirtæki.


mbl.is Úrskurður um sekt Haga stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk ég skipti ekki við þessi fyrirtæki sem eru í þeirra eigu.

Sigurður Haraldsson, 19.2.2010 kl. 14:09

2 identicon

sammála síðasta ræðumanni

hef skipt við nettó síðan þette verð stríð var

Maggi (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 14:30

3 identicon

Sæl Þóra ,mér sýnist að hlutirnir séu að fara í sama farið og áður .

Jón 'Ásgeir og ÓLAFUR í Samskipum eru ábyggilega ekki þeir einu sem fá fyrirtækin sín til baka skuldlaus þau eru bara það stór og áberandi og alltaf í umræðunni , og þá gleymast öll hin sem smjúga þá í gegn án athugasemda á meðan rifist er um hin.

Ég skil ekki hvað þingmen og ráðherrar eru að gera í þessum málum eða réttara sagt ekki að gera ,það er eins og framkvæmdavaldið sé valdalaust og megi ekki skipta sér af því hvað bankarnir eru að gera ,ég sem hélt að við ættum hræin af bönkunum og hefðum með það að gera hvað þar færi fram.

En manni sýnist að skilanefndirnar í bönkunum ráði öllu sem þar fer fram ,ég hélt að skilanefndir væru í vinnu hjá okkur en ekki fjármagnseigendum ,en svo virðist vera .

Ekki hjálpar löggjafavaldið okkur almenningi það virðist lík í vinnu hjá auðvaldinu ,og öll h-l-ít-s lögfræðinga stéttin líka ,allavega fær almenningur í þessu landi ekki mikla hjálp úr þeirri átt ,enda ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem er á bótum og er að missa allt sitt geti greitt 25 000 kr á tíman sem virðist vera það sem við erum að borga þessum mönnum fyrir viðvikið í skilanefndunum.

Ef fram heldur sem horfir og við almenningur gerum ekki eitthvað rótækt í málunum þá fer hér allt í sama farið aftur .

Mbk DON PETRO

Með þeim úldna lagaher ,

fólkið stjórnvöld smána.

Hæstaréttarrakkarner ,

rífa stjórnarskrána.

                    H 

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 14:53

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég forðast þessi fyrirtæki eftir fremsta megni, en það er  oft hægara sagt en gert. Þeir eiga svo fj. mörg fyrirtæki og eignarhaldið ekki endilega alltaf á hreinu.

Þess vegna lýsi ég eftir lista yfir þau fyrirtæki sem enn eru í þeirra eigu svo og annarra vafasamra því þessir fuglar eru ekki þeir einu sem ber að forðast.

Þóra Guðmundsdóttir, 19.2.2010 kl. 15:32

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra. Þörf umræða hér hjá þér. Setjum um meðmælalista þar sem birtast nöfn fyrirtækja sem eru "þóknanleg og hrein"

Ég mæli með Aka - bílaleigu

Fjarðarkaup- Hafnarfirði

og ,,,,,  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.2.2010 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband