Er hægt að vera sjálfhverfari?

Birki Jóni Jónssyni hefur verið tíðrætt um eigin heilsu á bloggi sínu eftir að hann sjálfur greindist með sykursýki 1.

Þar talar hann meðal annars um það hvað heilsan sé dýrmæt ,"Ekkert er dýrmætara en heilsan" segir hann á einum stað og í framhaldi af því  talar  hann um nauðsyn þess að halda í Íslensku mjólkina, það sé svo mikilvægt fyrir heilsu Íslensku þjóðarinnar varðandi sykursýki.

Á sama tíma er hann meðflutningsmaður á frumvarpi, þar sem lagt er til að koma áfengi í matvöruverslanir.

Það er vitað að sú aðgerð myndi hafa veruleg áhrif til hins verra á heilsufar þjóðarinnar allrar, líkamlega, andlega og eins myndi hafa neikvæð félagsleg áhrif, sérstaklega á börn.

Er Birki bara umhugað um það sem hrjáir hann og hans fjölskyldu ? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Góðir punktar. Því miður er ekki hægt að skrifa athugasemdir við blogg þingmannsins. Hann óttast greinilega mjög að einhver leggi orð í belg hjá honum.

Magnús Þór Hafsteinsson, 25.10.2007 kl. 20:06

2 Smámynd: Halla Rut

Hann kannski telur að þetta breyti litlu varðandi unglinga drykkju og muni ekki vera valdur af heilsutjóni eða skapa vandræði á heimilum.

Það er ekki verið að skylda fólk til að kaupa áfengi í stórmörkuðum það er aðeins í boði alveg eins og það er í boði að kaupa vín í vínbúðum. Fólk þarf að vera ábyrgt fyrir sjálfum sér. Stjórnvöld eiga ekki að þurfa að "passa" fólk og ákveða fyrir það hvað því er fyrir bestu og hvað ekki. Fyrirhyggja er eitthvað sem tilheyrir fortíðinni og kommunista en ekki lýðræðislegu samfélagi þar sem allt fólk hefur sama rétt og vald til að ákveða sjálft hvernig það eyðir lífi sínu.

Halla Rut , 28.10.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Halla, þú hefur eflaust ætlað að segja forsjárhyggja, fyrirhyggja verður vonandi aldrei úrelt. Það þarf ekki að deila um að ef áfengi fer í almennar matvöruverslanir þá eykst heildarneyslan. Með aukinni neyslu aukast heilbrigðisvandamál punktur. Þá á ég ekki bara við alkahólisma, þeir sem drekka í hófi drekka sér líka til tjóns. Það þarf líka alltaf að "passa" fólk t.d. umferðarreglur, skólaskylda og svo framvegis.

Þóra Guðmundsdóttir, 28.10.2007 kl. 14:45

4 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 28.10.2007 kl. 15:20

5 Smámynd: Halla Rut

Og hvar er svo myndin af þér.

Halla Rut , 28.10.2007 kl. 20:54

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég skil bæði sjónarmið, en ef þau eru lögð á vogarskálarnar finnst mér það sjónarmið að halda því kerfi sem nú er við lýði (ÁTVR) vega mun þyngra og hafa sterkari rök.  .... Það eru víst tvær (eða nokkrar)  hliðar á öllum málum. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.10.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband