Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Ja hérna.

Ekki verður vitleysan af Íslendingum skafin. Þessir tveir á toppnum er algjör skelfing. Smátt og smátt missir maður trúna á mannkynið.
mbl.is Kristján Möller efstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er á móti.

Nú er til umfjöllunar í þinginu að fella, tímabundið, niður virðisaukaskatt af vinnu sem er unnin á byggingastað og jafnvel úti í bæ. Víðtæk samstaða virðist vera um málið.

Það er helst smá ágreiningur um hversu langt eigi að ganga. Þetta á líka að ná til arkitekta, tækni- og verkfræðinga. Svo eru auðvitað mörg önnur tengd störf unnin úti í bæ. Hvað með þau?

Hvað með aðra atvinnustarfsemi eins og þjónustu svo ekki sé talað um rukkarana (lögfræðinga) ? Áfram munu þeir innheimta fullan vsk. og það af þeim sem síst skyldi.

Mér hefði fundist skynsamlegra að lækka virðisaukaskattinn á línuna. Það er erfitt að réttlæta svona mismunun.


mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já svei mér þá.

Hugsanlega munu einhverjir Sjálfstæðismenn skora á Tryggva Þór að bjóða sig fram til formanns. Ég held bara að ég gæti tekið undir þá áskorun þ.e. ef ég væri í flokknum. Ég var farin að örvænta um að Bjarni yrði einn í framboði.


mbl.is Skora á Tryggva Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik!!

Nú lýsir IMF áhyggjum sínum yfir ört vaxandi atvinnuleysi. En var það ekki einmitt hann sem krafðist þess að stýrivextir yrðu hækkaðir 18% ?

Við hefðum auðvitað ekki átt að ansa því. Ekki veit ég hvernig við eigum að geta borgað nokkurn skapaðan hlut ef við höfum ekki vinnu.


mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband