Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kaupum Íslenskt.

Alveg síðan átakið var gert hérna um árið uppúr 1970, til styrktar Íslenskum iðnaði, hef ég keypt Íslenskt þegar ég hef getað.

Jafnvel þegar það Íslenska hefur verið dýrara (langoftast þannig) hef ég látið mig hafa það, hugsað bara að við verðum að efla atvinnu í landinu því það kemur okkur öllum til góða.

Þegar um matvöru hefur verið að ræða hef ég nánast undantekningalaust valið Íslenskt því í ofanálag kolféll ég  fyrir þeim áróðri frá Bændasamtökunum um að útlendur matur gæti verið varasamur.Nr_01b_Logo_Titt_val_RGB_JPEG

Í seinni tíð hefur enn ein ástæða bæst við, en hún varðar umhverfissjónarmið. Það er nefnilega mun umhverfisvænna að kaupa vörur sem eru framleiddar í næsta nágrenni heldur en þær sem fluttar eru langan veg.

Núna nýlega áttaði ég mig á því að ég hef látið blekkja mig illilega. Þegar betur er að gáð eru margar þær vörur sem ég hef talið vera Íslenskar, framleiddar í útlöndum.

Tökum sem dæmi Ora túnfisk. Hann er dýrari en útlendur en samt er hann framleiddur í Asíu fyrir Ora.  Ég vissi auðvitað alltaf að túnfiskur væri ekki veiddur hér við land en ég hélt þó að hann væri niðursoðinn hér, en svo er ekki. Ég þori ekki að fullyrða hversu margar vörutegundir eru framleiddar erlendis undir Íslenskum merkjum en þær eru allmargar, meira að segja Ora grænar baunir og gulrætur eru unnar erlendis.

Ömmu pizzur eru til dæmis framleiddar á Ítalíu, það er tekið fram á kassanum en það sést ekkert sérlega vel því það er prentað pínulitlum svörtum stöfum á dökkgrænan flöt. 

Svo eru það aðrar vörur eins og fatnaður.  Hann er oftar en ekki framleiddur í Asíu eða Eystrasaltslöndunum en er samt kallaður Íslenskur bara af því að hönnunin er Íslensk. Fatnaður frá 66° norður hefur verið talinn Íslensk framleiðsla en hún er öll unnin í Lettlandi eða bara þar sem ódýrt vinnuafl er að finna. Samt er þessi vara mun dýrari en önnur vara unnin á sama stað.

Við neytendur virðumst ekki fá að njóta hagkvæmninnar sem fæst með því að varan er unnin ódýrt, ónei við skulum sko fá að borga af því að merkið er Íslenskt.

Ég veit ekki hvað þetta hefur staðið lengi því undanfarin ár hefur sjónin daprast vegna aldurs Blush og þessir stafir eru svo hræðilega litlir. 

Ég er hrædd um að ég verði að hugsa mínar kaupvenjur uppá nýtt.

 

 

 


Útvarp saga.

Þættir Arnþrúðar Karlsdóttur eru oft ákaflega athyglisverðir svo ekki sé meira sagt. Í gær 5.maí, byrjaði hún þátt sinn á því að býsnast út og suður yfir fréttaflutningi helgarinnar.  Þar hafði verið sagt frá ásökunum á hendur prests á Selfossi.

Ég get alveg tekið undir með henni,  þar var fjallað óvarlega um málið, heldur glannaleg framsetning sérstaklega þegar haft er í huga að það er á byrjunarstigi.  En hún gat ekki látið þar við sitja. Í rauninni bætti hún um betur og var engu skárri en þeir sem hún var að gagnrýna. Hún tók bara annan pól í hæðina.

Eftir að hafa talað fram og aftur um hvað svona mál væru nú viðkvæm og það þyrfti að fara svo varlega í svona fréttaflutningi,  fór hún að tala um að sennilega væru þessar unglingstúlkur bara að bulla. 

Þar á eftir hnýtti hún í Barnahús, sagði að þar væri fólk sem kynni ekkert til verka, það væri nú nær að láta lögregluna um að yfirheyra stúlkurnar. Svo kom undarleg athugasemd um að ekki væru veggjakrotarar  færðir til yfirheyrslu í Barnahúsi, heldur væru þeir yfirheyrðir af lögreglu. En ekki hvað segi ég nú bara. Er hægt að bera saman grunaða gerendur í skemmdarvekum og meint fórnarlömb kynferðislegs áreitis ?

Svo vitnaði hún í það sem stóð í DV um helgina, þar var haft eftir prestinum að hann væri bara svo sérlega hlýr maður sem hefði það fyrir sið að faðma sóknarbörnin sín. Það væri nú aldeilis ljótur heimur ef prestar mættu ekki faðma sóknarbörnin sín.

 

Arnþrúður sem er eldri en tvævetur og hefur faðmað fleiri  en einn og fleiri en tvo karla, skyldi ég ætla, ætti að vita að faðmlag er ekki alltaf það sama og faðmlag. Faðmlög geta verið af ýmsum toga sem og önnur snerting nú eða koss. Kossar eru líka af ýmsu tagi,  það ætti hún sem fullorðin og lífsreynd  kona að vita. 

Við vitum líka að til er fólk sem oftúlkar alla hluti og gæti þess vegna séð kynferðislega áreitni þar sem hún er alls ekki.

Lögreglan hefur oftar en einu sinni klúðrað rannsókn kynferðisafbrotamála, sérstaklega gegn börnum, vegna þess að þeir kunna ekki til verka á því sviði 

 

Þetta gerir svona mál einmitt svo flókin og viðkvæm og ætti auðvitað ekki að fjalla um þau í fjölmiðlum og sérstaklega ekki á frumstigi.  

Mér finnst fjölmiðlafólk bera mikla ábyrgð og við hljótum að gera kröfu að það fjalli um mál af fagmennsku og nærgætni þegar það á við. Ekkert síður þegar stöðvar eru einkareknar. Mér þótti hún geta sagt ótrúlega margt um mál sem hún sagðist svo ekkert vita um.

  


Hvað voru þetta mörg tonn ?

Alltaf skulu fréttamenn tala um hugsanlegt söluverðmæti efnanna. Það væri nær að segja hversu mikið magn þetta var og hvað þetta væri líklegt til að eyðileggja marga einstaklinga svo ekki sé talað um fjölskyldur.

Stundum er eins og fréttamenn séu að benda mönnum á hvað hægt væri að græða mikið á svona viðskiptum.


mbl.is Náðu kókaíni að verðmæti 2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er hann misskilinn listamaður eða bara rugludallur ?

Þetta er sami fuglinn og var með"sprengjulistina" í Kanada. Eitthvað virðist boðskapurinn leita á ská hjá piltinum.
mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband