Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar

Hvers vegna talar Jóhanna ekki beint við fólkið í landinu ? Dögum og vikum saman bíður fólk eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórn og ráðherrum um það hvað er að gerast og þá loksins að eitthvað kemur þá er það  á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.

Loksins virðist ríkisstjórnin skilja vanda heimilanna  og Árni Páll boðar löngu tímabær úrræði en það gerir hann á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.

Hvers vegna töluðu þau ekki beint við þjóðina?


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar H Sæmundsson

Þau eru upptekin af evrópu sambandsfirru og vilja selja okkur því valdi hvað svo sem að það kostar. Algjörlega vonlaust pakk þessi Samfylking.. því miður.

Brynjar H Sæmundsson, 26.9.2009 kl. 23:07

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú leyfir þér hvatvíslegar og íþyngjandi spurningar og vangaveltur um störf okkar ástsælu og vinnusömu ríkisstjórnar Þóra mín!

Árni Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 23:56

3 identicon

Meðal þeirra sem hafa í grundvallaratriðum neikvæða sýn á stjórnmálum er hugmyndin  um að þau ráðist af blekkingum og klækjum fyrirferðamikil. Samsæriskenningar eru þær kenningar nefndar sem telja mikilvæga pólitíska viðburði ráðast með leynilegum hætti. Þær er til í ýmsum útgáfum. Sumar halda því fram að stjórnmálabaráttan sé frasi vegna þess að á bak við leiktjöldin sitji hinir raunverulegu valdhafar með alla þræði í sínum höndum. ,, Við búum við nokkrs konar auðmagnssósíalisma, stjórnarfyrirkomulag þar sem pólitíkusarnir dingla í spottum auðmannanna.” segir til dæmis Jóhannes Björn Lúðvíksson ( 1979) í bók sinni falið vald. Og hann heldur áfram: ,, þar lengst til hægri er alræði stjórnvalda og lengst til vinstri er alræði stjórnvalda. Allt þar á milli er aðeins mismunandi  alræði stjórnvalda. Baráttan á milli þessara tveggja póla er skopleikur.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 01:30

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þóra hvaða yfirgangur er þetta eiginlega. Heldur þú að ráðherrarnir hafi ekki annað við tíma sinn að gera en að blaðra við fólkið í landinu. Nú á þetta að vera allt fyrir opnum tjöldum. Fjölmiðlum var jú boðið inn á fundinn í Garðabænum, og þar fékk þjóðin að heyra hluta af boðskapnum frá Jóhönnu.

Sigurður Þorsteinsson, 27.9.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband