Forseti Íslands eða forseti vinstri manna?

Þessi ákvörðun hefði auðvitað ekki átt að koma á óvart.

Þó hafði ég leyft mér að vona að karluglan hefði dug í sér til að fara að vilja þess stóra hluta þjóðarinnar sem vill fá að greiða um þetta atkvæði. Það sést vel með hverjum hann er í liði. Nú nefndi hann ekki þá gjá sem er enn á milli þings og þjóðar og hefur sjaldan ef þá nokkurn tíma verið stærri.  Gjánna sem honum varð svo tíðrætt um þegar hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Þau lög, sem þó voru ekki fullkomin frekar en önnur lög, hefðu betur verið samþykkt.

Það hefur sýnt sig að það er beinlínis fáránlegt i landi sem ríkir fákeppni, jafnvel tvíkeppni (tvær blokkir skipta með sér markaði) að fjölmiðlarnir séu líka í eigu þeirra sem öllu ráða. Það er jafn fáránlegt að fjölmiðill sé í einkaeigu. Fjölmiðlarnir eru jú sagðir vera 4. valdið og því ber að stýra þeim sem slíkum.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Guðni Ragnarsson

Nákvæmlega.Klíkustarfsemi út í gegn.

Jóhann Guðni Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 18:42

2 identicon

Ég held að Bessastaðakomminn sé Forseti vinstriaflanna.

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 19:01

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hann er klárlega sami komminn og hann hefur alltaf verið. Hann er lifandi sönnun þess að afdankaðir pólitíkusar eiga ekkert erindi í þetta embætti, ekki frekar en þeir eiga í stöðu Seðlabankastjóra.

Þóra Guðmundsdóttir, 2.9.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband