Ef aðstæður á Íslandi versna TIL MUNA.

Þannig hljóðar "varnaglinn" hans Steingríms. Hvað kallast "til muna"? Verður miðað við hvernig við höfðum það fyrir hrun eða verður miðað við þau lönd í heiminum sem hafa það verst ?

Það vakti líka athygli mína í þessari frétt að Steingrímur þykist þess fullviss að þegar hans fólk hafi allar upplýsingar um málið þá muni það samþykkja samninginn og sjá að hann er harla góður. 

Jóhanna aftur á móti sagði engan ágreining í sínum flokki vegna þess að hennar fólk hafi séð að það eru ekki aðrir kostir í stöðunni.

Því spyr ég ; Hefur Samfylkingin meiri upplýsingar um málið en Vinstri grænir eða er Samfylkingarfólkið bara svona miklu klárara of fljótar að átta sig á hlutunum.


mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála. Þetta eru afar undarleg ummæli ráðherra um mál sem hefur verið geymt rækilega í skúffu ríkisstjórnarinnar og falið eins og fjöregg þjóðarinnar. 

Má þá búast við að stjórnin sýni þann kjark eftir helgina að draga þessi skjöl út í dagsbirtuna - eða er það bara nokkurt vit?

Árni Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 16:57

2 identicon

Bilunin er með slíkum eindæmum að til eru þingmenn sem ætla að skrifa undir samning sem þeir hafa aldrei lesið og fá ekki að lesa vegna þess að þeir sem eru að kúga þjóðina Bretar og Hollendingar banna að innihald samningsins er kunngert.

Er allt í lagi með ríkisstjórnarþingmennina?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ætli Davíð hlæi ekki núna og hugsi kannski svona? "látum vinstristjórnina þrífa skítinn eftir okkur og svo tökum við sjálfstæðisMENN aftur við"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2009 kl. 18:57

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er góð spurning Þóra.  Þau skilja þetta öll miklu betur en prófessor Stefán Már Stefánsson helsti sérfræðingur hérlendis í Evrópurétti.

Bretar sendu sinn fremsta samningamann til að stýra viðræðunum. Það var aftur á móti illa gert af ríkisstjórninni að senda Svavar Gestsson óundirbúinn og gera hann að formanni nefndarinnar. 

Ástæða þess að Svavar var ánægður með samninginn var sú að hann var blekktur.  Í fyrsta lagi virðist hann hafa haldið að Íslendingum sem þjóð bæri að standa í ábyrgð fyrir einkabanka. Í öðru lagi taldi hann að öruggt væri að allar eignir Landsbankans rynnu til Icesave en það er óvíst að aðrir kröfuhafar samþykki það. Og í þriðja lagi virðist hann halda að 5,55% vextir séu lágir. 

Sigurður Þórðarson, 12.6.2009 kl. 20:45

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha góður Sigurður ...kveðja til þín Þóra.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.6.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband