Hvers vegna fáum við og náttúran ekki að njóta vafans?

Enn hefur hvorki tekist að sanna né afsanna að öllu verði óhætt. Á meðan svo er á ekki að tefla á tvær hættur.

 


mbl.is Ætlar að rækta erfðabreytt bygg á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin hætta á því að bygg vaxi villt hér á landi. Því er með öllu hættu- laust að rækta erfðabreitt bygg það sáir sér ekki út.

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 21:29

2 identicon

Var aðeins of fljótur á mér að senda meinti erfðabreytt.

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: jórunn

Fyrir utan að það er erfitt að fullyrða um mögulega dreifingu um ókomna framtíð, þá er það langt frá því að vera það eina sem hættan felst í. Hér erum við ekkert að tala um neitt venjulegt erfðabreytt bygg, heldur lyfjabygg - plöntu sem framleiðir lyf. Leyfið sem um ræðir er til ræktunar svokallaðra vaxtaþátta (growth factors) - flokkur sérvirkra próteina sem ná yfir sumar tegundir hormóna og önnur prótein sem virka svipað og hormón. Að leyfa ræktun hormóna og annarra lífrænna lyfja í erfðabreyttum plöntum í íslenskri náttúru án fullnægjandi, óháðra rannsókna eða ritrýni á vísindunum, til þess eins að minnka kostnað eins fyrirtækis af ræktuninni, er einfaldlega óásættanlegt.

jórunn, 27.5.2009 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband