Dallurinn er sokkinn.

Þetta er eflaust einsdæmi í pólitík.  Flokkurinn  hefur bara minkað, hver flokksmaðurinn á fætur öðrum hefur yfirgefið flokkinn, þingmenn, miðstjórnarmenn, formenn kjördæmafélaga, formaður kvenfélags og fleiri og fleiri.

Flokkurinn mælist minni og minni í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri og að lokum þurrkast hann beinlínis út. Nær ekki einu sinni upp í 2,5% sem er lágmark til fjárstyrks frá ríkinu.

Samt hvarflar það ekki að formanninum að líta í eigin barm. Ekki eitt andartak . Heldur kennir hann öllu öðru um meira að segja skoðanakönnununum. Trekk í trekk lögðum við, hin brottgengnu, til að farið yrði ofan í það hvers vegna flokkurinn mældist svona illa.

Við vildum reyna að leita skýringa til þess að hægt yrði að bæta úr því. En nei það mátti alls ekki, "Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf komið  mun betur út í kosningum en skoðanakönnunum" var viðkvæðið.

Dallurinn er sokkinn og helmingur áhafnarinnar fórst, ekkert hefur fiskast í langan tíma og samt neitar skipstjórinn að víkja og restin af áhöfninni keppist við að sannfæra kallinn í brúnni og sjálfa sig um að ekkert sé að, er ekki allt í lagi?


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég skil ekki hvers vegna þú hefur kosið að hatast út í mig Viðar. Ég veit ekki betur en að ég hafi reynt að styðja við þig á ýmsa lund. Gefið þér ráð og varið þig fyrir hatrömmum árásum KHG.

Þegar þú kvartaðir undan áhugaleysi eldra fólksins á ungliðastarfinu, bauð ég þér oftar en einu sinni að tala á fundum ungra en þú vildir það ekki því þú varst hræddur um að ég væri of frjálslynd í Evrópumálum.

Mér finnst líka merkilegt að þú skulir gera athugasemd með þessum hætti, þú sem lokar sjálfur á alla gagnrýni t.d. með því að leyfa ekki athugasemdir á þínu eigin bloggi.

Þóra Guðmundsdóttir, 28.4.2009 kl. 08:48

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð færsla Þóra og aö öllu leyti rétt.  Það má ekki gleyma því að þú, ég og fleiri máttum endalaus sitja undir því að bág staða flokksins væri okkur að kenna. Vandamálið var það alla tíð að forustan vildi ekki horfast í augu við vandamálið og vill það ekki enn eins og yfirlýsingar eftir kosningar bera glögglega með sér.

Jón Magnússon, 28.4.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband