Hvað á ég að kjósa?

Í gegn um tíðina hef ég sennilega oftast kosið Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði ég vegna þess að ég trúði því að þeir stæðu vörð um frelsi einstaklingsins til athafna og þar með  hagsmuni einyrkjans.

Þeir treystu einstaklingunum betur en ríkinu til að fara með fjármuni og þess vegna stilltu þeir skattheimtu í hóf og kæmu í veg fyrir ofvöxt ríkisbáknsins

Við vitum öll hvernig fór. Ríkið hefur þanist svo svakalega út að nú er ekkert svigrúm til að fjölga ríkisstarfsmönnum sem hefði þó verið ágætt við þessar aðstæður. Skattheimta á "venjulegt" fólk hefur líka farið algjörlega úr böndunum undir þeirra stjórn.

Mér leist alveg ljómandi vel á nýja formann Framsóknarflokksins og þess vegna hefði ég verið til í að gefa honum séns. Ég vil endilega fá hann sem æðsta mann í skipulagsmálum borgarinnar í það minnsta. Mér líst líka vel á Helgu Sigrúnu og trúi henni til ýmissa góðra og skynsamlegra verka. Það fór hins vegar rosalega fyrir brjótið á mér að heyra Vigdísi, sem skipar efsta sætið í Reykjavík suður, lesa auglýsingu fyrir flokkinn. 

"Mér og Sigmundi Davíð langar til að bjóða ykkur..........." stuttu síðar kom "leiðrétting"  "Mig og Sigmund Davíð... viljum bjóða ykkur" . Sennilega eru þetta bara fordómar í mér en mér leið frekar illa með þetta.

Samfylkingin kemur alls ekki til greina að mínu mati. Framganga Ingibjargar Sólrúnar finnst mér fyrir neðan allar hellur svo ekki sé minnst á Björgvin G. Sá maður virðist ekki skilja einföldustu hluti, svo sem eins og að axla ábyrgð. Hann telur sig hafa axlað ábyrgð með því að segja af sér daginn áður en hann hefði misst djobbið hvort eð var. Samfylkingin ber að stærstum hluta ábyrgð á því að framboði til Öryggisráðsins hafi verið haldið til streitu. Auðvitað hefðum við aldrei átt að leggja í þann leiðangur. Sú vegferð öll er okkur til háborinnar skammar.

Þar kristallast líka sú staðreynd að Íslenskir stjórnmálamenn kunna alls ekki að skammast sín. Þessi kokhreysti að halda áfram þrátt fyrir að hér stefndi í þrot sýnir fullkomið dómgreindarleysi og vanmat á aðstæðum. Listinn yfir afglöp Samfylkingarinnar er auðvitað mun lengri en læt þetta duga í bili.

Vinstri græn komu svo sterklega til greina hjá mér ekki síst vegna þess að þau virðast vera tiltölulega óspillt. Mér líst líka sérstaklega vel á Svandísi, Katrínu og Guðfríði Lilju. Ég er líka farin að meta Álfheiði Ingadóttur. Þó mér finnist hún alls ekki skemmtileg og óþægilega oft er ég ósammála henni þá virðist mér hún vera ærleg og heiðarlegur stjórnmálamaður og ákaflega vinnusöm.

Þegar ég var eiginlega alveg búin að ákveða að kjósa þá kemur ekki Kolbrún Halldórs með þessa líka fáránlegu athugasemd með Drekasvæðið. Sem betur fer reyndi Steingrímur að draga í land og hún líka blessunin en þetta virkaði illa á mig. Ég er heldur ekkert hrifin af Kolbrúnu. Nema þegar hún talar um mansal þar virðist hún vera á heimavelli.

Nú, þá gjóaði ég augunum aftur á Framsókn. Á borgarafundinum á Nasa er spurningu beint að fulltrúum flokkanna. Ætti eldra fólk að víkja fyrr af vinnumarkaði til að rýma til fyrir yngra fólki? Segir þá þessi ágæta Vigdís að það ætti endilega að auðvelda eldri borgurum  að stunda sjálfboðavinnu....

Ég verð að drífa mig í vinnuna framhald síðar í dag.

 


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ar algjörlega á sama stað og þú nema ég er eiginlega búinn að ákveða að kjósa bara Ástþór, vona að hann komist á þing og hristi duglega upp í þessu öllu saman.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ef við viljum fasteignaskatta, sem munu auðvitað koma harðast niður á eldri borgurum, þá skulum við styðja við bakið á núverandi stjórnarflokkum.

Ef við viljum auka völd stjórnmálamanna (sem að mínu mati hefðu í heild mátt vera betur vakandi síðustu 3 árin) þá skulum við styðja við bakið á núverandi stjórnarflokkum.

Ef við viljum áfram vinstri stjórn þá getum við kosið S, V, eða einhvern af litlu listunum.

Ef við viljum hamla skattahækkunum og nýjum sköttum, þá kjósum við Sjálfstæðisflokkinn.

XD

Örvar Már Marteinsson, 24.4.2009 kl. 09:52

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Svo er valkosturinn að sitja heima eða skila auðu.

En staðreyndin er að AUÐUR ER RAUÐUR

Örvar Már Marteinsson, 24.4.2009 kl. 09:57

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Kæri Örvar.

Þú hefur greinilega misskilið ýmislegt. Þú ert svo ungur að þú manst ekki eftir því þegar Friðrik Sóf. var ungur og fleiri góðir menn, þá hrópuðu þeir "báknið burt".  Flott slagorð og ég svo innilega sammála því. Þá voru um 38% vinnandi manna í vinnu hjá ríkinu. Í dag er talan 58%.  Þessi fáránlega útþennsla er í boði Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa stofnað hvert apparatið á fætur öðru í öllum geirum. Lýðheilsustöð, neytendastofu, talsmann neytenda (sem vel hefði getað verið saman) varnarmálastofnun og ég veit ekki hvað og hvað. 

Svo er þetta með eignarskattinn hans Steingríms J. Margoft hefur Steingrímur sagt að þessi skattur eigi EKKI að leggjast á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Heldur aðeins á umfram húsnæði.

Aftur á móti hefur verið sýnt fram á að undir stjórn þíns ágæta flokks hefur skattbyrgðin á "venjulegt" fólk hækkað svo um munar.

Þóra Guðmundsdóttir, 24.4.2009 kl. 19:12

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ekki gleyma öllu bruðlinu í utanríkisþjónustunni. Sendiráð af flottustu gerð út um allan heim.

Þóra Guðmundsdóttir, 24.4.2009 kl. 19:13

6 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Þóra. Ég skal vera hjartanlega sammála þér um útþenslu báknsins. Það er skelfilegt og veldur því að vandræði okkar eru meiri nú en ella - ekki misskilja mig, kreppan er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna en báknið var miðað við lúxusinn og það er síður en svo að við höfum efni á því núna - það verður bara miklu sársaukafyllra að vinda ofan af því nú heldur en þá því fólk hefur takmarkaðra val á vinnumarkaðinum.

Þessu er ég hjartanlega sammála. Fiskistofa hefur blásist út frá því að kosta okkur 250 milljónir árið 2002 upp í það að kosta yfir 800 millur 2007. Það er mikið meira heldur en fíknó rekur sig fyrir. Við sem vinnum í sjávarútvegi upplifum okkur sem einhverja glæpona.

Það breytir hins vegar ekki því að vinstri flokkarnir boða það að við þenjum báknið ennþá meira til að bæta atvinnuástandið, vitandi það að verðmætasköpunin verður ekki til hjá ríkisvaldinu - við borgum.

Við höfum margar ástæður til þess að vera óánægð með margt sem Sjálfstæðisflokkur hefur gert, eða frekar það sem hann hefur ekki gert. Sumt má skrifa á kosningakerfið, sem gerir það að verkum að sífelldar málamiðlanir verður að gera við stjórnarmyndanir - annað skrifast á veiklundaða stjórnmálamenn.

Við skulum samt ekki taka út refsinguna á sjálfum okkur.

Örvar Már Marteinsson, 24.4.2009 kl. 23:57

7 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ps. Tölurnar um fiskistofu skulu teknar með örlitlum fyrirvara um nákvæmni. Ég er ekki með fjárlögin fyrir framan mig en ég hef skoðað þetta því ég gagnrýndi fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir þetta nánast í hvert skipti sem ég hitti hann.

Annað.

Ég gef ekki túkall með gati fyrir það að Steingrímur hafi sagt þetta. Hann hefur líka sagt að þetta leggist bara á þá sem að geta borgað - og hitt og þetta. Eins og Framsóknarmenn eru að benda á í sambandi við skýrsluna um efnahagsmálin þá eru stjórnarflokkarnir ekki endilega að segja okkur allt - svona rétt fyrir kosningar.

Örvar Már Marteinsson, 25.4.2009 kl. 00:02

8 identicon

Kynntu þér borgarahreyfinguna www.borgarahreyfingin.is

Þú munt ekki sjá eftir að gefa þeim atkvæði þitt.

Kv. Jóhann

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband