Guðmundur Hallvarðsson er málsvari skattfrírra sérréttinda

Ég var að hlusta á útsendingu frá Landsfundi Sjálfstæðismanna. Upp kom tillaga um að sjómannaafslátturinn yrði lagður niður. Skiptar skoðanir voru um málið en athygli mína vakti afstaða Guðmundar Hallvarðssonar. Hann var algjörlega á móti því, sem er svo sem í lagi, en svo sagði hann.

En hvar á að stoppa ?, hvað með fríðindi þeirra sem starfa í utanríkisþjónustunni ? hvað með alla þá sem borða í mötuneytum víðs vegar um bæinn á verði sem er jafnvel undir kostnaðarverði?

Nei niðurstaða Guðmundar var sú að það væri ekki nokkur leið að fella sérgæðin úr gildi.  Afnám sjómannaafsláttarins gæti komið af stað hrinu af niðurfellingum sérgæða.

Ég hef alltaf litið svo á að skattaafsláttur sjómanna væri í rauninni ríkisstyrkur til útgerðarinnar en ekki til sjómannanna sjálfra. Sem þýðir bara það að ef hann yrði felldur niður þá yrði útgerðin ein og óstudd að standa allan straum af launakostnaði.


mbl.is „Þurfum að opna flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég verð að vera sammála þér þarna, ekkert nema gamaldags hugsunarháttur þarna á ferðinni, verðum að upræta svona hugsunarhátt.

Guðmundur Júliusson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segðu frekar, Þóra: Guðmundur Hallvarðsson er sem betur fer málsvari sjómannastéttarinnar, þeirrar sem myndar undirstöðu þessa þjóðfélags og skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Stéttin býr nú við erfiðar aðstæður, mikla takmörkun aflaheimilda og fáránlega dýra eftirlitslögreglu Fiskistofu, sem sendir njósnara sína, gjarnan í tveimur lúxusjeppum í einu, í hvaða smápláss sem er til að snuðra þar uppi nokkra þorsktitti í bárujárnshjöllum, fisk sem menn hafa verið að afla sér til lífsbjargar, og fyrir þetta tekur Fiskistofa 1,7 milljarða króna á ári hverju! Kvartaðu frekar yfir því!

Erfiðleikar sjómanna bætast svo ofan á hitt, að þeir eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, missa oft af stærstum hluta góðu áranna með börnum sínum, – eyða þar að auki um 15% meiri orku en við hin bara fyrir það eitt, að þeir þurfa að stíga ölduna, fyrir utan erfiða vinnu og aukavaktir með engu launaálagi, og svo búa þeir við meiri stórslysatíðni en flestar aðrar stéttir.

Hugsaðu út í þetta næst, vina mín.

Jón Valur Jensson, 30.3.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sjómenn hafa þurft að líða nægar kjaraskerðingar og gjörsamlega útí hött að ráðast að þeim með þessum hætti. Ég tek undir með Jóni Val.

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.3.2009 kl. 20:39

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sennilega hef ég ekki verið nógu skýr. Ég var fyrst og fremst að benda á að Guðmundur hafi lagt að jöfnu sjómannaafslátt og fríðindi starfmanna utanríkisþjónustunnar og matarfríðinda annarra ríkisstarfsmanna. Til dæmis hafa Alþingismenn aðgang að stórgóðu mötuneyti með fínum mat á mjög hagstæðu verði. Ég er viss um að margur væri til í slíkt.

Ég vil líka minna ykkur Jón og Guðrún á það hvernig sjómannaafslátturinn kom til á sínum tíma. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það var en það var í eitt af þeim fjölmörgu skiptum sem ríkisstjórnin "reddaði" útgerðarmönnum. Þá var þessi afsláttur innlegg í kjarasamninga þegar útgerðin var sem oftar í bulllandi vandræðum með að borga sjómönnum mannsæmandi laun.

Ég vil líka benda ykkur á að það er ekki sama sjómaður og sjómaður. Þeir búa alls ekki við sömu kjör. Margir, sem betur fer hafa það bara stórfínt, búa við frábæran aðbúnað og góð laun. Sumir jafnvel eru heima annan hvern túr án þess að það komi  niður á góðu laununum þeirra svo nokkru nemi.

Á meðan þurfa aðrir að sætta sig við aðbúnað sem er varla boðlegur á okkar tímum og launin svona og svona. 

Sjómannaafsláttinn fá allir þeir sem vinna um borð í einhverskonar fleyi. Það var þannig allavega. Starfmennirnir á Akraborginni nutu þessara fríðinda, það fannst alvöru sjómönnunum frekar sérkennilegt. Ég veit ekki hvort það er svona enn en ef svo er þá njóta starfsmenn á öllum ferjum, þessa afsláttar, er það sanngjarnt ?

Ég er ekki alveg tilbúin til að tala um sjómennsku sem fórn fyrir okkur hin. Þeir sjómenn sem ég þekki, þeir eru margir, eru í þessu af fúsum og frjálsum vilja. Það sem meira er þeir vilja helst ekkert annað. Sumir hafa gert tilraun til að vinna í landi en verða fljótlega órólegir og beinlínis leiðir. Þier þrá að komast aftur á sjóinn og eru þá jafnvel til í að slá af ýmsum kröfum til að svo megi verða. Ég þekki bara einn sem var feginn að komast í land.

Þóra Guðmundsdóttir, 2.4.2009 kl. 10:53

5 identicon

II. KAFLISjómannaafsláttur við álagningu opinberra gjalda.12. gr.(1)    Maður, sem stundar sjómennsku á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi, skal njóta sérstaks afsláttar, sjómannaafsláttar, sem koma skal til frádráttar reiknuðum tekjuskatti af þeim launum sem hann hafði fyrir sjómannastörf.

truntan (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 13:08

6 Smámynd: Ólafía Herborg Jóhannsdóttir

Það var misskilningur í sambandi við skrif mín inn á frétt í sambandi við brottför G.M.Ó úr Frálslynda flokknum.

Það sem ég átti við að nú væri vonandi allt ósætti "illgresi" liðið undir lok innan flokksins "í garðinum"

Ég þekki G.M.Ó ekki neitt og veit ekkert um hennar persónu svo að mér hefði aldrei dottið í hug að meina þetta til hennar persónulega.

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir, 6.4.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband