Ég vil Kristján sem formann Sjálfstæðisflokksins til næstu tveggja ára.

Ég vil frekar Kristján sem formann heldur en Bjarna. Ekki vegna þess að mér lítist svona vel á Kristján, síður en svo.

Það fer hins vegar í taugarnar á mér að einhver "eigi" að verða þetta og hitt. Mér finnst sá fnykur hafa legið lengið í loftinu vegna Bjarna.


mbl.is Fleiri vilja Bjarna en Kristján
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þegar kemur að endurnýjun í flokkunum, koma alltaf upp nöfn. Þá skiptir hvort tveggja að vera réttur maður á réttum stað og að hafa hæfileika.

Hjá Sjálfstæðisflokki voru það þau Þorgerður Katrín, Guðlaugur Þór, Illugi og Bjarni sem helst voru nefnd. Öll nema Bjarni voru ekki réttir aðilar á réttum tíma. Þá kemur Kristján til sögunnar. Ég vona að leiðtogahæfileikar verði það sem kosið verði um en ekki hvort einhver af þessu fólki eigi að vera eitt eða annað. Þekki til Bjarna og veit mjög vel að hugur hans stóð ekki til að fara í pólitík. Þegar hann var kominn á þing var hann enn tvístígandi hvort hann ætti að halda þeirri baráttu áfram. Hins vegar nýtur hann virðingar fólks úr öllum flokkum fyrir málefnalegrar framgöngu.

Í Samfylkingunni segir einnig að Dagur Eggertsson eigi formannssætið víst. Mér finnst hann heldur ekki eiga að gjalda þess þó Ingibjörg Sólrún hafi stutt hann lengi vel. Mér finnst hann flottur.

Í VG er Svandís Svavarsdóttir vonarstjarna. Nú þegar er farið að skjóta því að henni að hún sé komin af flokkseigendaklíkunni, jú dóttir Svavars Gestssonar. Mér finnst hún feiknar leiðtogaefni, en það er Katrín Júlíusdóttir líka.

Sigurður Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Takk fyrir kurteislega athugasemd. Mér finnast þessi ummæli þín um Bjarna hálfpartinn renna stoðum undir þessa tilfinningu mína. Mér finnst ég einmitt greina áhugaleysi hjá honum. Ég hef upp á síðkastið talsvert fylgst með umræðum a Alþingi og oft finnst mér hann koma fram eins og hann nenni ekki að standa í þessu veseni. Þannig að sá grunur læðist að mér að hann sé beinlínis gerður út af einhverjum. Kannski er þetta ævintýraleg samsæriskenning en samt....

Þóra Guðmundsdóttir, 27.3.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband