Ég fordæmi kardinálann Vadikaninu.

Það er tími til kominn að segja þessum tréhestum til syndanna. Níu ára gamalt stúlkubarn verður barnshafandi að tvíburum eftir nauðgun. Hún er of smávaxin til að ganga með börnin svo ekki sé nú talað um aldur.

Læknir segir að líf stúlkunnar hafi verið í hættu, en nei þessir karladurgar sem telja sig vera umboðsmenn Guðs, hvorki meira né minna, telja sig þess umkomna að fordæma móður stúlkunnar og læknana sem komu að fóstureyðingunni. 

Guði sé lof, segi ég nú bara, að stúlkan skuli hafa fengið þessa aðstoð.


mbl.is Vatíkanið tekur undir fordæmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég fordæmi manninn líka og vona að kaþólikkar snúi við honum baki.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 21:39

2 identicon

Ég er með þér í þessari fordæmingu en ekki bara á þessum kardínála heldur öllum þessum fordönkuðu svokölluðum guðsmönnum sem ekki hafa hundsvit á því hvað né hvernig, eðlilegt líf er. Og telja sig svo þess umkomna að dæma til ævarnadi útskúfunar þá sem bjarga lífi, lítillar stúlku sem var beitt ofbeldi af verstu sort. Svei og aftur svei.

Björk Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:50

3 identicon

ég fordæmi allt heila batteríið...semsagt alla kaþólsku kirkjuna. Þetta er ógeðslegt helvíti sem á að útrýma!

Iris (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband