Nú er það svart lagsmaður.

Þetta er það sem ég óttast mest. Þeir sem eru líklegastir til þess að fara eru einmitt þeir sem við megum síst við því að missa. Ungt fólk með börn og fólk á besta aldri með mestu stafsorkuna.

Þetta er einmitt það fólk sem ríkisstjórnin hefur lagt á þyngstu byrðarnar. 

Nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt "björgunarpakka fjölskyldunnar" og það kemur í ljós að ekkert, akkúrat ekkert eigi að gera til að létta venjulegum fjölskyldum lífið. Eftir sem áður verður ekkert hreyft við verðtryggingunni, hún mun halda áfram óáreitt í þeirri óðaverðbólgu sem framundan er. Eignirnar rýrna í verði um allt að 50% segja svörtustu spár, á meðan lánin hækka upp úr öllu valdi. 

Þá sér fólk auðvitað engan tilgang með því að berjast hér áfram, án þess að eiga von um að uppskera árangur erfiðisins og fer.

 


mbl.is Ásókn í störf í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það er spurning fyrir þá sem geta ekki farið að reyna að komast í fangelsi því að það er skárri kostur en að vera á götunni.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 19.11.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband