Hvers vegna?

Um daginn var ég stödd í apóteki. Inn kom ungur maður, á að giska um tvítugt. Hann var svo feitur að hann átti erfitt um gang og virtist eiga erfitt með öndun líka.

Hann framvísaði átta lyfseðlum. Ég komst ekki hjá því að heyra hluta af samtali hans við lyfjafræðinginn og þá kom í ljós að hann var á þunglyndislyfjum, róandi lyfjum, astmalyfjum, ofnæmis, blóðþrýstings og sykursýkislyfjum og fl.

Drengurinn var svo augljóslega búinn að missa öll tök á sínu lífi fyrir löngu og ég sá ekki betur en að hann væri hreinlega í lífshættu.

Margar spurningar vöknuðu. Hvers vegna var ekki búið að grípa inní ? Hvers vegna var hann ekki inni á stofnun í viðeigandi meðferð?  Hvers vegna skrifaði læknirinn uppá alla þessa lyfseðla og hvers vegna fékk hann þá alla afgreidda í apótekinu. Ég þykist viss um að ef hann hefði verið með svöðusár á líkamanum eða með opið beinbrot þá hefði verið hringt á sjúkrabíl með hraði og honum veitt viðeigandi hjálp.

Hvers vegna er litið niður á offitusjúklinga? Hvers vegna eru ekki næg úrræði í boði? 

Sjúkleg offita getur átt sér ýmsar orsakir. Oft er hún ein birtingamynd þunglyndis. En hver svo sem orsökin er þá er það alveg klárt að þegar fólk er búið að missa tökin á sínu lífi á það að geta fengið hjálp. við hæfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er rétt hjá þér Þóra. Þar sem þunglyndi flokkast ekki undir bráðasjúkdóm eins og ftórt opið sár gerir, er þetta svona. Offitusjúklingurinn verður sjálfur að leita eftir aðstoð og jafnvel er búið að bjóða honum aðstoð en hann ekki þegið hana. Svona er það nú bara oft.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.9.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Svörin við spurnigum þínum eru ugglaust öll þau sömu; þessi ungi maður og allir Íslendingar hafa sjálfsákvörðunarrétt varðandi sig sjálfa, heilsufar og annað. Það gefur auga leið að ekki er hægt að svipta einstaklinga mannréttindum og skikka þá með lögregluvaldi ,,inn á einhverja stonfun". Valið er fyrst og síðast okkar sjálfra. Undantekningar á þessu er þeir geðsjúkliongar sem vegna veikinda sinna eru orðnir hættulegir sjálfum sér og/eða öðrum. Einungis þá má svipta þá og þá eftir ströngum skilyrðum.

Forræðahyggja okkar er mikil, okkur hættir til að vilja taka málin í okkar hendur en þannig virkar kerfið ekki. Hitt er svo annað mál að vissulega er þetta grátlegt og meira en það að horfa upp á einstaklinga fara svona með líkf sitt. Hrikalegt en þarna þarf aðra nálgun en sem sé forræðishyggjua.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 19:37

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég veit úrræði eru of fá fyrir fólk í þessari stöðu og fólk sem vill komast inná Reykjalund þarf að bíða of lengi. Það þarf líka að fylgja þeirri meðferð sem þar er í boði, betur eftir. Þetta vandamál er svo djúpstætt. Mér finnst það líka vera ábyrgðahluti af lækni að skrifa bara og skrifa, fleiri og fleiri lyfseðla.

Þóra Guðmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband