Verði Össuri að góðu.

Ég er hrædd um að þetta boð Össurar veki ekki kátínu hjá félögum hans í Samfylkingunni. Annars væri  fróðlegt að vita hvað það tæki Kristinn langan tíma að gera alla vitlausa í Samfylkingunni.

Án gríns þá er þessi pistill Össurar  hreinræktað bull. Mér finnst það mjög miður að stjórnmálamaður sem vill láta taka sig alvarlega fari með svona rangfærslur, hvað þá ráðherra. Enn alvarlegra er það ef hann gerir það vísvitandi.

Óvinsældir Kristins innan flokksins hafa akkúrat ekkert með afstöðu í innflytjendamálum að gera hins vegar virðast sumir kjósa að svo væri. 

Þeir sem horfðu á Silfur Egils síðastliðinn sunnudag ættu ekki að velkjast í vafa um að hann hefur alveg einstakt lag á að verða sér úti um andstæðinga. Rétt sisvona gekk hann lengra en sjálfur Sigurður Kári, í að verja eina óvinsælustu ákvörðun síðari tíma (málsókn á hendur ljósmæðra) og hann hjólaði í Anrés Magnússon og tók málstað bankanna gegn almennum lántakendum.

Einmitt með þessum hætti hefur Kristinn H. hagað sér í flokknum. Ég er þess fullviss að þó svo það hefði verið einlægur ásetningur hans að eignast eins marga andstæðinga og mögulegt er á sem skemmstum tíma hefði honum ekki tekist betur. 


mbl.is Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki laust pláss hjá Óla F?

gunna (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:52

2 identicon

Í hvaða flokki er Kristinn aftur núna?

lelli (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ólafur F, í hvaða flokki skyldi hann nú vera? Kristinn og hann væru fínir saman enda var Kristinn sá eini, fyrir utan formanninn, sem bauð hann velkominn.

Þóra Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Rétt hjá ykkur Þeir væru góðir saman Ólafur F.og Kristinn H, enda eru þeir báðir með yfirburði í eigin ágæti.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Rannveig H

haha  Þeir eru svo miklar dúllur, Stelpur mér finnst þetta svo mikil vitleysa að ég get ekki annað en hlegið. Bara tilhugsunin um Össur Ólaf F og Sleggjuna, vekur hjá mér kátínu.

Rannveig H, 17.9.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Halla Rut

Flott skrif hjá þér Þóra. Kvenfyrirlitning Kristins er algjör og virðing fyrir almenningi engin. Þetta sér Össur og býður hann velkomin.

Halla Rut , 18.9.2008 kl. 01:10

7 Smámynd: Jens Guð

  Eins og þú bendir réttilega á hafa óvinsældir Kristins H.  innan flokksins ekkert að gera með afstöðu hans til innflytjendamála.  Það er mikilvægt að undirstrika það. 

  Afstaða flokksfólks til Kristins H.  ræðst alfarið af því hvernig hann hefur nánast frá fyrsta degi ráðist að flokkssystkinum sínum með fúkyrðum,  geðvonsku og öðrum dónaskap.  Hann hefur gengið á röðina og leitaði uppi alla möguleika til að hella sér yfir fólk með fádæma hroka.  Meira að segja ungliðar flokksins hafa ekki verið óhultir fyrir geðvonskuköstum hans.   

Jens Guð, 18.9.2008 kl. 03:47

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér ofbýður að búið sé að setja manninn upp á stall sem einhvern píslarvott, þegar hann er sjálfur "hrekkjusvínið" í bekknum.

....Össur býður hann velkominn í S bekkinn...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 21:44

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flott skrif segir Halla Rut, þvi miður get ég ekki tekið undir það, því svo vill til að Kristinn H.Gunnarsson er þingmaður Frjálslynda flokksins, sama flokks og Þóra er í sem formaður í kjördæmafélagi í Reykjavík.

Hafi menn enga sýn á það hvað það þarf mikla orku til að koma einum manni á þing hvað þá tveimur, þremur eða fjórum þá bera þessi skirf lítið skynbragð á það hið sama.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.9.2008 kl. 02:16

10 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Klukk

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.9.2008 kl. 11:42

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hver var það sem sagði að það ætti aldrei að trufla andstæðinginn ef hann er að gera vitleysu?

Ef Samfylkingin vill fá Kristinn eigum við ekki að vara þá við.

Sigurður Þórðarson, 19.9.2008 kl. 14:45

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jú, þe.gar þú segir það. Við getum greinilega lært ýmislegt af Napelon

Sigurður Þórðarson, 19.9.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband