Sumir hafa heila útvarpsstöð aðrir bara bloggsíðu.

Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég pistil hér á blogginu mínu um Útvarp Sögu. 

Á þeirri útvarpsstöð eru opnir símatímar þar sem hlustendur geta hringt inn og tjáð sig. Að vísu er það ekki heiglum hent að "ná inn" og fólk þarf að hafa bæði tíma og aðstöðu til.

Ég er ekki með auglýsta símatíma, samt er hringt og það klukkan að verða tíu á sunnudagskvöldi. Maður í símanum, (hringir úr óskráðu númeri) kynnir sig og segist vera í stjórn útvarpsstöðvarinnar. Hann er ekki par ánægður með færsluna mína og vill fá skýringar, vill fá að vita "hvaða hvatir liggi að baki". Kunnuglegur frasi.

Ég áttaði mig ekki alveg á blessuðum manninum.  Honum er greinilega mjög annt um Arnþrúði og  fannst ég hafa vegið ómaklega að henni og stöðinni. 

Hann virtist alls ekki getað skilið gagnrýni mína á framsetningu auglýsinga. Lög og reglur segja til um að það eigi að vera skörp skil á milli auglýsinga og fræðslu. Einfalt.

Það er líka skondið að ætla að neita því að Arnþrúður hafi haldið því fram að Guðmundur í Byrginu hafi orðið að ósekju fyrir ofsóknum af hálfu yfirvalda, fyrir það eitt að "búa yfir of miklum upplýsingum".

Skyldi maðurinn hringja í alla þá sem blogga eitthvað óþægilegt um Útvarp Sögu ? Hann hefur þá nóg að gera.

Ég stend við hvert orð og spyr; má ég ekki tjá mínar skoðanir?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta er nýjasta "tískan" í fjölmiðlageiranum....Það getur hver sem er keypt sér tíma/pláss og það er látið líta út eins og "venjulegt" efni.

Þú getur keypt þér "viðtal" í Séð í heyrt og keypt þér tíma á Sögu og það er látið líta út sem venjulegur þáttur.
Báðir miðlarnir eru ömurleg afsökun fyrir fjölmiðil.

Fullkomlega sammála þér og það er kominn tími til að fólk átti sig á því hverskonar einkaflipp er í gangi á þessari útvarpsstöð

Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 01:05

2 identicon

Hringir fólk vegna bloggskrifa ?

Ég er svo aldeilis hissa. Mér finnst það dónalegt. Hvers vegna skrifar fólk ekki við færsluna ef það vill koma einhverju á framfæri ? Búum við ekki í frjálsu landi eða hvað?

"Hringjarinn" hefur kanski hellt sér yfir þig eins og fólk gerir nú á dögum og finnst allt í lagi að gera það á sunnudagskvöldi að verða tíu. Það hringir engin í ókunnugt hús eftir klukkan níu á kvöldin. Þetta hefur kanski verið persónulegur vinur útvarpsstjórans sem hefur viljað frelsa mannorð hennar.

Sigrún (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Anna Guðný

Ja hérna. Ég segi sama og Sigrún, hringir fólk vegna bloggskrifa??

Og það á sunnudagskvöldi og seinna en kurteist er að hringja í ókunnugt fólk. Ég vissi ekki að þetta væri svona en allta lærir maður eitthvað nýtt.

Anna Guðný , 14.7.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: Kolgrima

Ég hef ekki oft hlustað á Sögu. Rakst inn á rásina óvart okkrum sinnum og blöskraði mannfyrirlitningin og óhugnaðurinn og vitleysisgangurinn. Þá var Arnþþrúður reyndar ekki við hljóðnemann heldur tveir karlar að hjala í hjartans kærleika um hommaógeðin. 

Þekki engan sem getur hugsað sér að hlusta á þessa stöð - nema lögfræðing nokkurn sem hefur yndi af því að safna ummælum þar sem Arnþrúður fer vitlaust með hugtök. Einkum og sér í lagi lögfræðileg hugtök. Ég fæ hins vegar of mikinn bjánahroll til að geta haft gaman af.

En á blogginu hef ég séð að fólk í frjálslyndum flokki og fólk sem notar trúna sem afsökun til að ráðast á og fordæma annað fólk, eru eindegnir stuðningsmen útvarps Sögu. Meira að segja frjálslyndir lögfræðingar þótt ljóst sé að ef það er eitthvað sem Arnþrúður skilur ekki, þá er það júrdískur þankagangur!  

Og svo það komi fram. þá liggja engar sérstakar hvatir að baki þessu kommenti - nema ef til vill sorg yfir að ómenning og sori af þessi tagi skuli þrífast í okkar samfélagi. Botna bara ekkert í stórvini mínum Guðmundi Ólafssyni að taka þátt í þessu - hann ber höfuð og herðar svo óralangt yfir aðra sem mæla á þessari stöð.

Ekki viss um að Halli vinur okkar Guðmundar yrði hrifinn! 

Kolgrima, 14.7.2008 kl. 02:48

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég var að velta því fyrir mér, þessu með gulræturnar. -Þurfið þið að taka þær út á meðan þið kúkið eða rennur þetta bara framhjá?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.7.2008 kl. 09:24

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sæl Þóra !

Mikið er ég sammála þeim sem hissa eru á framgangi vini Arnþrúðar.

Það eru hlutir sem maður ber viðingu fyrir það er skoðun annarra og friðhelgi heimilisins.

Ég sá að Jón Magnússon bloggar við færslu þína um Útvarp Sögu að það sem þú segir, eigi ekki rétt á sér. Mér finnst þetta undarlega til orða tekið, þú hlýtur alltaf að meiga hafa þína skoðun og það er þér frjálst. Hvað hans skoðun varðar er bara hans skoðun og þar með ekki annarra.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.7.2008 kl. 10:52

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

"Einkaflipp" er akkúrat rétta orðið.

Mig minnir að Arnþrúður hafi setið einn vetur í lagadeild. 

Hringjarinn vakti athygli mína á því að Arnþrúður hefði ekki á sér neina dóma um meiðyrði eða rangfærslur, ólíkt DV. Hann túlkar þá staðreynd á þann veg að allt sem hún hafi látið frá sér fara sé satt og rétt.

Helga Guðrún, vantar þig gulrætur ?

Þóra Guðmundsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:12

8 identicon

Manni verður illt á að hlusta á þessa stöð. Pælið í liðinu sem er þarna, í stafrófsröð: Adda Karls, Ásgerður Jóna, Sirrý spákona og  Sverrir Stormsker. Að ógleymdum Jóni Magnússyni sem kórónar félagsskapinn.

Egill G. (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:23

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi hún Helga Guðrún á eitthvað bágt með fólk sem hefur skoðanir á einhverju....nema það séu hennar skoðanir

Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 12:32

10 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég velti fyrir mér þessari athugasemd Helgu Guðrúnar og hélt þetta skrifað í ölæði.

Ég gat alls ekki lesið neitt út úr þessum orðum hennar nema rugl og dónaskap.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.7.2008 kl. 12:39

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ölæði er nú ekki það fyrsta sem mér dytti í hug við lestur á tveggja línu "skíta"kommenti frá konu í útlöndum sem vaknaði einmitt upp við þá frábæru útvarpsstöð, Sögu, þennann morgunn sem flesta aðra. Þar var einmitt verið að fjalla um þessa bloggfærslu sem vísað er til í byrjun.

Þetta var ekki af neinni rætni gagnvart bloggskrifaranum, síður en svo, mér finnst bloggið hennar skemmtilegt eins og konan sjálf og kem oft í heimsókn á síðuna hennar. Þetta var bara eitthvað svo krúttlega grömpí og fyrirtíðarspennulegt að ég hafði gaman að því.

Svo þegar ég las úrill og ólundarlega úldin kommentin frá hinum þá hreinlega var ég farin að hlæja svo mikið að þetta var það eina sem mér datt í hug. 

Elskurnar, þið eruð gleðigjafar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.7.2008 kl. 13:36

12 identicon

Ég skil ekki þennan pirring í fólki hérna. Mér finst Saga alveg þræl fín og hlusta mikið á hana. Arnþrúður er mjög einörð og málefnaleg og svo eru þarna fleiri góðir þættir, til dæmis þáttur Sigurðar G. Tómassonar og Guðmundar hagfræðings og svo auðvitað þáttur Sverris Stormskers á  sem mér finst alveg óborganlegur. Get hlegið mig máttlausan því hann er svo skemmtilega óforskammaður án þess að vera ruddalegur. Þessi stöð er auðvitað ekki góð alveg út í gegn en mér finst að fólk ætti frekar að kvarta yfir síbyljunni á hinum stöðvunum.

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 20:37

13 Smámynd: Rannveig H

Þóra mín ertu að setja allt á annan endann  

Ég get ekki sagt að ég hafi mikið hlustað á Sögu,en ég virði skoðanafrelsi og finnst sjálfsagt að fólk tjái þær án þess að það sé hringt í það og að viðkomandi fái bágt fyrir,þú hefur kannski komið við einhvern viðkvæman blett  Útvarp Saga hefur nú ekki verið þekkt fyrir það að að liggja á skoðunum sínum og eða alhæfingum.

Rannveig H, 14.7.2008 kl. 21:25

14 Smámynd: Landfari

Ég hlusta stundum á Útvarp sögu, mér til ánægju og afþreyingar. Arnþrúður er dugnaðarforkur að standa í þessu og á hrós skilið fyrir það. Hún hefur að vísu góða bakhjarla og hrósar þeim vel og ekkert við því að segja. Það er þeirra hagur að vera ekkert að auglýsa hverjir þeir eru því það myndi koma svo kjánalega út.

Þáttur þeirra Sigurðar og Guðmundar hefur að mínu mati staðið uppúr hingað til en heldur finnast mér vinsældirnar vera farnar að stiga þeim til höfuðs. Séstaklega Guðmundi sem þykist ver þess umkominn að stja fram perónulega palladóma um nafngreinda menn og gera lítið úr þeim. Hann geri sér ekki grein fyrir að í mörgum tilfellum fer hann offari og þeir hitta þeir hann sjálfan fyrir. Núorðið finnst mér skemmtilegast að hlusta á Guðmund þegar hann er að tala um gömlu Sovét, nokkuð sem ég nennti ekki að hlusta á hér í byrjun. Hann virðist vera óendanlega fróður um þau málefni og hefur tekist að gera þetta það  áheyrilegt að meira segja ég er farinn að hlusta. Það skal viðurkenast að það þurfti nokkuð til.

Sigurður er miklu háttvísari og nær alltaf kurteis þegar hann er einn á ferð eða með hlustnedum. Það er bókstaflega fyndið hvað hann er fróður og víðlesinn og hefur víða komið við. Hann er held ég einn besti útvarpsmaður þjóðainnar, veit af því en lætur það ekki trufla sig.

Það er samt svolítið þreytandi til lengdar hvað hann botnar oft setningar viðmælanda síns. Svolítið fyndið samt að bara saman Sigurð og Ingva Hrafn, en hann gerð þetta líka þegar hann var með þætti á Sögu. Sigurður botnar oftast með því sem viðmælandinn ætlaði að segja en Ingvi með því sem hann (Ingvi) vildi að hann segði og viðmælandinn þurfti svo að leiðrétta.

Mér var svolítið bruggðið hérna fyrir nokkru þegar einn hlustandi hringdi og kom með vinsamlega ábendingu um að það væru til fleiri óperusöngvarar en þessi sem Sigurur spilar alltaf og alveg er stolið úr mér núna hvað heitir. (Það er ekki af því að ég hafi ekki heyrt nafnið hans nógu oft.)

Auðvitað ræður Sigurður hvað hann spilar í sínum þáttum en hann er vanur að afgreiða svoan athugasemdir á settlegri hátt.

Arnþrúður er hinsvegar afskaplega viðkvæm fyrir gagnrýni og stuttur kveikjuþráurinn. Perónulega held ég að það stafi af of miklu vinnuálagi því það er sko örugglega meira en segja það að halda svona batteíi úti. Hún er afskaplega fljót að pakka í vörn ef henni finnst viðmælandi líklegur til að nefna eitthvað sem stöðinni viðvíkur án þess að húrrahróp fylgi með.

Henni hættir til að vera með sleggjudóma og virkar stundum út á þekju í sumum málum sem hlustendur spjalla um. Sennilega stafar það að stærstum hluta af að ósjálfrátt ber maður saman símaþátt hennar og Sigurðar sem bóksatlega virðist vera heima í öllum málum. Sigurður finnst mér aðeins vera farinn að slaka á þeim sið sínum að halda fram gagnstæðum skoðunum við viðmælanda sinn til að fá gagnrýna umræðu um málið. Gilti þá einu hvort hann var sammála viðmæanda eða ekki.

Þarna finnst mér stærsti akkelesarhæll Arnþrúðar sem mér virðist hafa tilhneigingu til að fá til sín í viðtalsþtætti fólk með sömu skoðun og hún og vera með einhliða áróður fyrir þeim málstað. Hef oftar en einu sinni heyrt hana breyta um umræðuefni þegar viðmælandinn var á öndverðir skoðun í stað þess að setjast á rökstóla og kryfja málið.

Svo eru þarna minni spámenn eins og Jón Magnússon, ákaflega áheyrilegur, rökfastur og oftast með skynsamlegar skoðanir. Eiríkur, kjaftfor með endemum, virðist alltaf heitt í hamsi og hamrar á sínum málstað. Svo er þarna einhver bloggþáttur sem er svona la la og egóistinn Sverrir Stormsker, að eigin áliti mestur og betur útvarps og tónlistarmanna á landinu öllu og þó víðar væri leitað. Mín vegna má hann missa sín en það er nú bara mín skoðun. Fleirum man ég nú ekki eftri nema jú talnaspekingnum sem ég hlusta nú ekki oft á en getur samt verið áhugaverður.

Það er hinsvegar alvarlegt mál ef farið er að selja auglýsingar á stöðinni sem útvarpsþætti. Það er hlutur sem Neytendasamtökin þurfa að taka á að mínu mati. Svoleiðis á ekki að líðast, jafnvel ef svo ólíklega vill til að það sé löglegt þá er það algerlega siðlaust.

Að lokum þetta: Áfram Arnþrúður, ég vil ekki missa stöðina þína úr útvarpsflórunni. Þú mát ekki taka alla gagnrýni á stöðina þína sem árásir. Það er tiltölulega einfalt að aðgreina síktkast frá máefnalegri gagnrýni og láta það sem vind um eyru þjóta. Gagnrýni þarf hinsvegar að skoða og vinna úr, því þó eitthvað sé kanski ónothæft þvaður manna sem ekkert vit hafa á fer ekki hjá því að innanum leynist molar sem nýta má til að gera góða stöð enn betri.

Landfari, 14.7.2008 kl. 22:46

15 Smámynd: Jens Guð

  Það er engin ástæða til að neinn æsi sig yfir palldómi um Útvarp Sögu.  Þóra segir sína skoðun og við hin getum líka - hér sem annarsstaðar - viðrað okkar skoðun á þessari útvarpsstöð.  Fjölmiðlar eiga að þola umræðu um dagskrá sína.  Alveg eins og við eigum að þola umfjöllun um blogg okkar.

  Þessar vangaveltur eru bara hluti af ágætu lýðræði.  Sem betur fer erum við ekki í Kenía eða Kína.

  Ég hlusta oft á ÚS.  Símatímarnir þar geta verið skemmtilegir.  Þar er umræðan einmitt lýðræðisleg og opinská.  Sumir fara offari eins og gengur.  Aðrir svara fyrir sig.  Og allt þar á milli.

  Halldór Einars og Sverrir Stormsker eru í uppáhaldi hjá mér.  Hressir,  dálítið kjaftforir og oftar en ekki orðheppnir.

  Markús Þorkelsson er góður útvarpsmaður sem býður upp á fjölbreytta dagskrá.  Hann sinnir bloggheimi vel í sínum þáttum.

  Pistlar Jóns Magnússonar og Eiríks Stefánssonar eru alltaf bitastæðir.  Það er líka gaman að hlusta á pistla Birgis J. Ármannssonar og Péturs Blöndal - þó að ég sé ekki frjálshyggjutrúar.

  Sigurður G. og Guðmundur Ólafsson eru eyrnakonfekt.  Það er skemmtun að hlusta á hvað Sigurður er fjölfróður.  Enda skilst mér að maðurinn sé stöðugt í námi til að bæta við sig fróðleik um allt á milli himins og jarðar.  Núna síðast var hann að bæta við sig gráðu í fararstjórn til að komast yfir sem mestan fróðleik um gróðurfar,  veður og dýralíf.

  Mér er minnisstætt þegar inn í þátt hjá Sigurði hringdi maður með áhuga á tilteknum fornbíl.  Sigurður vissi margt fleira um bílinn en viðmælandinn.  Meðal annars hvað kílómetramælir bílsins sýndi.

  Í annað sinn kom viðmælandi Sigurðar inn á fataframleiðslu í New York.  Sigurður toppaði hann með tölum og öðrum upplýsingum um þróun í þeim efnum.

  Sitthvað má setja út á dagskrárgerð ÚS fyrr og nú.  Þannig er það bara.  Og allt í lagi að ræða það.  Gagnrýnin umræða getur varla orðið nema til góðs. 

Jens Guð, 15.7.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband