Tími staðgreiðsluafsláttanna runninn upp - aftur.

Núna þegar verðbólgan virðist vera að ná sér á strik ættu kaupmenn að gefa staðgreiðsluafslátt. Þegar verðbólgan er lítil þá skiptir það ekki öllu máli fyrir þá að fá greiðsluna strax, því  peningarnir eru jafnmikils virði í dag og eftir sex vikur, en það er um það bil sá tími sem það getur tekið kreditkortagreiðsluna að skila sér.

Í verðbólgutíð og krónan er í frjálsu falli er allt annað uppi á teningnum. Þá rýrna peningarnir hratt þannig að kaupmenn ættu að hvetja fólk til að staðgreiða með því að gefa staðgreiðsluafslátt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband