Gæfudagur.

Þessi hjátrú varðandi föstudaginn er byggð á misskilningi, allavega hjá kristnu fólki.

Í síðustu kvöldmáltíð Jesú sátu þrettán manns við borðið, að því að talið er, og svo var hann krossfestur á föstudegi. Þegar þetta tvennt fer svo saman á að vera hætta á meiriháttar ógæfu.

Menn virðast gleyma því að Jesú dó fórnardauða á krossinum, hann var ekki myrtur. Til þess að frelsun manna frá syndum þeirra gæti átt sér stað varð Jesú  að láta lífið með þessum hætti. Hann tók á sig allar heimsins syndir hvorki meira né minna (hvernig svo sem það er hægt). Þetta er lykilinntak kristinnar trúar.

Þess vegna ætti þetta að vera hinn mesti gæfudagur. 

 

Ps. Ég er ekki trúuð, því miður Wink.


mbl.is Minna um óhöpp á föstudaginn 13. en aðra föstudaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband