Heilsuleysi unga fólksins.

Ég las í einhverju blaði í dag að það væri áberandi hvað ungt fólk væri oftar frá vinnu vegna veikinda en eldra fólk.

Sumir halda því meira að segja fram að það sé vegna þess að yngra fólk væri ekki jafn samviskusamt og tæki sér því "sína veikindadaga".

Ég er ekki viss um að svo sé það getur vel verið að svo sé í einhverjum tilfellum. 

Ég man það bara að þegar ég var ung, þá náði ég mér í nánast allar þær pestir sem gengu í það og það skiptið það var alveg ferlegt.

En svo þegar ég var 24 ára hætti ég nánast að vera veik, eða þannig. Kannski hafði það eitthvað með það að gera að þá eignaðist ég barn en eins og allir vita þá geta mömmur með lítil börn ekki verið veikar eða bara ég var þá loksins komin með þokkalegt ónæmiskerfi.

Síðan þá (eru liðin ótrúlega mörg ár) hafa liðið ca. 4-5 ár á milli pesta hjá mér(7,9,13) svo fæ ég jú einstaka kvef og særindi í háls, en það tel ég ekki með. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband