Dauðans alvara

Uppsagnir þessara hjúkrunarfæðinga hafa vofað yfir í 3 mánuði. Í þrjá MÁNUÐI og jafnvel lengur hafa stjórnendur spítalans vitað af þessari megnu óánægju með breytt vaktafyrirkomulag en ekki brugðist við.

Þeir hafa heldur ekki nýtt tímann til að fá nýtt fólk í stað þess sem ætlar að hætta.

Nú þegar þrír DAGAR eru til stefnu þá kemur tillaga um að fresta breytingum.

Héldu yfirvöld og stjórnendur spítalans að hjúkrunarfræðingarnir væru bara að grínast ? 

Ég heyrði viðtal við Ástu Möller þar sem hún sagði að þetta vandamál væri ekki á borði heilbrigðisnefndar, þetta væri ekki þeirra mál.

Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera, er þetta kannski ekki heldur hans mál ? Er þetta kannski bara mál stjórnenda spítalans ?

Þetta á að vera mál ríkisstjórnarinnar allrar, þetta er meira að segja má okkar landsmanna allra og við erum sammála um að við viljum hafa spítalann í lagi.

 


mbl.is Uppsagnirnar standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband