Hvað fór úr böndunum ?

Hingað til hef ég staðið með lögreglunni í nánast öllum málum. Ég hef alltaf talað vel um hana og alið syni mína upp við að bera virðingu fyrir lögreglunni.

Lögreglan segir að mótmælin hafi farið úr böndunum, eftir því sem ég best séð voru það aðgerðir lögreglunnar sem fóru úr böndunum.

Bara það að mæta í fullum herklæðum og stilla sér upp eins og þeir gerðu er til þess fallið að æsa fólk upp. Hvað þá að sprauta piparúða fyrir fólk sem bara stendur og horfir á. Framkoma lögreglunnar var til háborinnar skammar þetta er ekki sú lögregla sem ég treysti.

Það má líka spyrja sig að því hver skapaði hættu, voru það vörubílstjórarnir, skólakrakkarnir venjulegt fólk á miðjum aldri eða lögreglan sjálf.

Hingað til hefur enginn slasast við mótmæli bílstjóranna en núna þegar lögreglan fríkar út þá meiðist fjöldi fólks.


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Löggufíflin marg-skitu á sig í dag og ganga um með ullabjakk í buxunum og þjóðin hlær að þeim en mest að hlandblauta skoffíninu sem gargaði eins og geðsjúk hæna: "Gas, gas, gas"!

corvus corax, 23.4.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér Þóra.

Halla Rut , 24.4.2008 kl. 01:40

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það er alveg rétt, allir fóru yfir strikið. Því miður virðist þessu ekki vera lokið.

Þóra Guðmundsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:03

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nú verður ,,höfuðið" að grípa inn í gang mála svo ástandið verði ekki svartara en það nú þegar er orðið. Við verðum alltaf að ala börnin okkar upp í því að bera virðingu fyrir lögum og reglu og þá lögum varðanna. Auðvitað verða þeir að standa undir því líka. Öfunda ekki lögguna af því að standa í þessu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 23:39

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það sem ég skil ekki er hvers vegna fólk hlýðir ekki fyrirmælum lögreglunnar sem er í fullum herklæðum og hefur uppi úrslitakosti. Reyndar er ein skýring hugsanleg og hún felst í starfsreglu númer eitt sem breska stetuliðið og síðar það amríska hafði í ummgengni sinni við Íslendinga; beinið ekki byssu að Íslendingum því þeir vita ekki hvað hún er. All nokkrir landar fengu kúlu í fót á stríðsárunum vegna þessa skilningsleysis.

Gunnar Skúli Ármannsson, 25.4.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband