Flott hjá Íbúðalánasjóði.

Fyrir fáeinum árum var það eindregin skoðun mín að leggja ætti Íbúðalánasjóð niður, bankarnir gætu svo vel sinnt hans hlutverki. Annað hefur svo komið á daginn þannig að ég hef skipt um skoðun.


Bankarnir voru ekki lengi að sýna það og sanna að þeim er ekki treystandi, alla vega ekki ennþá hvað sem síðar verður.

Ranglega hefur því verið haldið fram að hækkað lánshlutfall sjóðsins hafi valdið allri þessari þenslu. Menn "gleyma" alltaf að taka það fram að Íbúðalánasjóður miðar alltaf við brunabótamat eða fasteignamat sem er í langflestum  tilfellum mun lægra en söluverð eignanna.

Flott hjá þeim að lækka vextina á þessum síðustu og verstu tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er mikið fegin að ég færði ekki mín lán frá íbúðalánasjóði og lífeyrissj. í bankann eins og útibústjórinn minn vildi að ég gerði.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.4.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband