Ber er hver að baki nema sér ....

Hér er brot úr ræðu Geirs Haarde á ársfundi Seðlabankans í dag.

„Mikill hagvöxtur síðustu ár hér á landi ásamt velheppnaðri einkavæðingu hefur skilað sér í góðri afkomu ríkissjóðs sem meðal annars hefur verið nýtt til að greiða niður skuldir. Hreinar skuldir ríkissjóðs eru nú litlar sem engar og geta fá vestræn ríki státað af slíkri stöðu. Það þýðir að ríkissjóður hefur mikinn fjárhagslegan styrk og getur tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þarf að halda. Það er því engum vafa undirorpið að ríkissjóður og Seðlabankinn gætu hlaupið undir bagga ef upp kæmi alvarleg staða í bankakerfinu. Ég hef ítrekað verið spurður um þetta af erlendum aðilum á liðnum vikum og hef ávallt svarað því til að íslensk stjórnvöld muni við slíkar aðstæður hiklaust grípa til sömu aðgerða og ábyrg stjórnvöld annars staðar. Þetta vil ég árétta nú,“ sagði Geir m.a. ´

Þetta finnst mér ákaflega athyglisvert. Þarna áréttar hann að bæði ríkisstjórn og Seðlabanki munu standa og styðja við bakið á bönkunum. Þeim bönkum sem á undanförnum árum hafa malað eigendum sínum gull og greitt forstjórum sínum fáránleg ofurlaun á sama tíma og bankarnir hafa lánað almenningi með okurvöxtum.

Þetta getur hann sagt blygðunarlaust á meðan ríkistjórnin dregur lappirnar í það óendanlega við að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. 

Það væri ekki amalegt fyrir almenning í landinu ef hann hefði slíkan bakhjarl þegar eitthvað alvarlegt kemur uppá. 


mbl.is Uppsveiflunni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef einhver efaðist um hvern þessir menn vinna fyrir þá vita þeir það núna

DoctorE (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Auðvitað yrði ríkið að hlaupa undir bagga með bönkunum úr því sem komið er, þetta hljómar samt hálf einkennilega, sérstaklega í eyrum  fólks sem hefur þurft að taka þungum fjárhagslegum áföllum algjörlega eitt og óstutt. Þá hefur það einmitt oft verið ríkið sem hefur gengið hvað harðast fram við að heimta sitt.

Þóra Guðmundsdóttir, 28.3.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski að við fáum að þjóðnýta tapið?

Sigurður Þórðarson, 30.3.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Takk sömuleiðis Guðmundur, þetta var virkilega skemmtilegt. Ég held að við verðum að endurtaka þetta áður en of langt um líður.

Þóra Guðmundsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband