Halló! einhver blaðamaður. Hvernig er hefðbundinn vinnudagur einkabílstjóra opinberra starfsmanna?

Gaman væri að fylgjast með slíkum degi.Ég hef aldrei getað skilið hvers vegna fólk þarf að hafa einkabílstjóra þó svo það gegni mikilvægum störfum. 

Það er auðvitað voðalega þægilegt að setjast alltaf uppí heitan bílinn beint fyrir utan húsið, þurfa ekki að finna bílastæði né heldur sjá um að setja bensín á bílinn o.s.fr. en það er heldur ekki eins og þessi lúxus sé ókeypis, og hver borgar ?

Þetta væri líka í lagi ef þetta fyrirkomulag væri arðbært í sjálfu sér, þ.e. þetta dýrmæta fólk afkastaði meiru yfir daginn fyrir vikið en svo er ekki, þetta snýst fyrst og síðast um þægindi. 

Það mætti ætla að fólk dveldi aldrei lengur á sama stað en fáeinar mínútur í senn. Vissulega geta komið erilsamir dagar þar sem þarf að þvælast út og suður og þá mætti alveg notast við leigubíla þá daga en að þannig sé háttað dag eftir dag,  því trúi ég ekki.

Það væri fróðlegt að fá svör við eftirfarandi 

Hversu margir njóta þessara fríðinda ?

Hvað kostar þetta ?

Hvernig er hefðbundinn vinnudagur bílstjóranna (hvað fer langur tími í hangs og þess háttar) ?

Hvað hafa bílstjórarnir í laun ?

Njóta þeir annarra fríðinda ? 

Forseti Borgarstjórnar er einn þeirra sem nýtur þessara fríðinda, fróðlegt væri að vita hvenær það byrjaði og hvers vegna þótti þörf á því.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband