Dauðarefsing

Almennt er ég á móti dauðarefsingum og einu sinni var ég algjörlega á móti þeim, fannst þær ekki eiga rétt á sér, en svei mér þá.

Sumir glæpir eru bara svo hryllilegir, hryllilegri en orð fá lýst. Að ræna börnum er einn af þeim. Ekki get ég ímyndað mér að þeir sem standi í svona löguðu eigi sér nokkrar málsbætur.

Kannski hafa dauðarefsingar ekki fælingarmátt í sjálfu sér gagnvart svona glæpum en það væri allavega gott til þess að vita að dauðir fara þessir djöflar ekki aftur á stjá, alla vega ekki í þessum heimi. 


mbl.is 40 börn fundust í vörubíl í Mósambík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þóra. Ég hef oft efast um að dauðarefsingar eigi rétt á sér og hef alltaf mótmælt drápi á einstaklingum , fólki.. Ég hef hugsað um í dauðarefsingarmálum, hvort fullsannað sé að grunaður um glæpinn hafi drýgt glæpinn enn ekki einhver annar... miklar sannanir þarf til ...Bandarískt réttarfar þar sem ljúgvitni vitna í alvarlegum sakamálum á sinn þátt í efasemdum mínum...Íslensk lögregla og Íslenskt réttarfar er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Sakamál eru seint og illa rannsökuð af lögreglunni og glæpamennirnir sleppa oft við sakfellingu vegna dráttar lögreglu á rannsókn sakamála... Menn sem leggjast á börnin okkar eins og ógeðslegar blóðsugur... Þeir eiga engar málsbætur að fá frá dómstólum...Ef til vill væri réttast að þeir fengju dauðadóm ...Íslenskt réttarkerfi hefur engin úrræði, hvað á að gera við þessa níðinga eftir að þeim er sleppt út ...oftast í reynslulausn eftir að hafa afplánað aðeins helming at dómnum. Ég velti þessum dauðarefsingarmálum fyrir mér en hef ekki komist að einni niðurstöðu.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Halla Rut

En skelfilegra er að hugsa til þess hve margir trukkar komust alla leið, óáreittir án þess að vera stoppaðir, með fullan farm af börnum.

Halla Rut , 30.1.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Maður getur í rauninni ekki ímyndað sér allt það hryllilega sem á sér stað gagnvart börnum alla daga. Það er t.d. einn arðbærasti buisnessinn í dag að versla með fólk og þá sérstaklega börn. Sum þeirra eru "heppin" og lenda hjá þokkalegu fólki sem kaupir sér barn til að ala upp og er nokk sama hvernig það er fengið en svo eru það hin sem lenda í öllu því versta sem til er. Manni verður illt af tilhugsuninni einni saman

Þóra Guðmundsdóttir, 30.1.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband