Húsin í bænum

Helsta vandamál miðbæjarins í Reykjavík til þessa er skortur á heildarsýn og heildarstefnu. Hvert sem litið er sjást þess glögg merki að aldrei hefur verið tekið á skipulagsmálum í heild.

Það eru bara teknar stakar ákvarðanir, ein og ein í einu varðandi hvern blett fyrir sig. Byggður Seðlabanki hér, Hæstiréttur þar, viðbygging við þetta og hitt og svo eitthvert risavaxið ferlíki sem á að heita tónlistarhús. 

Það er löngu tímabært að ákveða hvernig miðbær Reykjavíkur eigi að líta út. Það hefur ekki einu sinni verið tekin ákvörðun um að hann eigi að vera svona ruglingslega sundurleitur, heldur hefur það bara gerst eins og af sjálfu sér.

Niðurstaðan er sú að allir, hvaða stefnu sem þeir kunna að aðhyllast í skipulags- og húsamálum eru hundóánægðir.

 


mbl.is Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mikið rétt,það á að láta skipulagsfræðinga og arkitekta móta heildarsýn, ekki borgarfulltrúa með mismikið vit.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Halla Rut

Mikið rétt hjá þér.

Halla Rut , 26.1.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Góð. Bærinn okkar er því miður sérlega sóðalegur með örfáum húsum sem að njóta sín.

Mér finnst nýji hlutinn efst á Laugarveginum mjög snyrtilegur og svo að sjálfsögðu Torfan.

Ætli Ólaf dreymi um aðra Torfu upp allan Laugarveginn? Hver veit ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.1.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála. Það hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu miðbæjarins.  Þegar talað er um miðbæinn í þessu sambandi þá lít ég á það m.a. sem Hverfisgötu, Laugaveg, Grettisgötu og Njálsgötu auk Kvosarinnar sem þarf að móta heildstætt skipulag fyrir.  Svo er það annað að það er fásinna að borgararnir eigi að borga milljarða fyrir ofurverndun gamalla húsa sem eiga sér hvorki merkilega sögu, aldur né byggingarstíl.

Þó gamall bárujárnskofi sé rifinn þá þarf ekki endilega að byggja margra hæða stórhýsi á byggingarreitnum.

Jón Magnússon, 26.1.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skipulagsnámskeið fyrir borgarfulltrúa ætti að vera efst á lista! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.1.2008 kl. 16:45

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Kannski er mikilvægara að kenna siðfræði og staðfestu.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.1.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband