Lækkun áfengisverðs

Ég horfði á Ágúst Ólaf í Kastljósi og úff. Þetta var skelfilegt. Það að lækka áfengisverð virðist vera hans hjartans mál. 

Ef áfengisreikningur heimilisins er of hár þá er vandans að leita annars staðar en í áfengisverðinu.

Ágúst Ólafur hefur engin rök fyrir lækkuninni. Hann reyndi meira að segja að halda því fram að börn alkahólistans væru betur sett ef áfengisverð yrði lækkað, það gerði það að verkum að þá ætti hann meiri pening  handa börnunum.

Hann hélt því fram að hvergi væri áfengisvandi meiri en á Íslandi því til stuðnings nefndi hann að hvergi hefðu fleiri farið í meðferð, það var þá, veit hann ekki að hvergi er eins auðvelt aðgengi að meðferðarúrræðum ?.

Svo er þetta einfaldlega rangt, áfengisvandi er mjög víða mun meiri, til dæmis í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi og ekki síst Rússlandi.  Þetta er  skilgreiningaratriði.

Ágúst Ólafur fullyrðir að áfengi sé aðeins slæmt fyrir ofdrykkjumenn. Það er heldur ekki rétt, það eru ekki  aðeins alkahólistar sem drekka sér til tjóns. Hófdrykkjumennirnir geta líka auðveldlega drukkið í sig alskyns kvilla og sjúkdóma með tímanum og aukin drykkja þó svo um hófdrykkju væri að ræða myndi alveg hiklaust auka álagið á heilbrigðiskerfið sem er ærið fyrir.

Heldur Ágúst Ólafur að ástand í áfengismálum, sem hann segir vera ákaflega slæmt á Íslandi, myndi lagast ef verð á áfengi myndi lækka ? 

 Það er líka alveg stórmerkilegt að þingmenn skuli af öllu líta á það sem forgangsverkefni að lækka verð á áfengi. 

Við hér á Íslandi búum við þau ósköp að flestir hlutir hér eru þeir dýrustu í heimi. Við þurfum að taka dýrustu lánin til íbúðakaupa, við greiðum hæsta matvöruverð í heimi og verð á lyfjum er hér mun hærra en annars staðar. Lengi hefur verið bent á hinn ósanngjarna skatt sem liggur í handahófskenndum vörugjöldum sem leggjast á alla hluti sem fluttir eru inn. Viðborgum fáránleg stimpilgjöld sem allir virðast vera sammála um að sé löngu úreltur skattur en það er aldrei rétti tíminn til að fella hann niður, en það virðist vera þverpólitísk samstaða um að lækka verð á áfengi.

Ég held að mönnum sé bara ekki sjálfrátt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætar pælingar.

Það er fullt af öfgamönnum sem grípa hvert tækifæri sem er til að níðast á gamla vonda ríkinu. Í þessu tilviki er það gamla vonda ríkið sem er að skattleggja, og hjá þessum öfgamönnum er skattur vondur.

Ef þeir væru sannir sínum málstað myndu þeir líka kvarta yfir óhóflegri álagningu einkafyrirtækja, því allt þetta ber að sama brunni (að einu leytinu séð) sem er hærra verð fyrir neytendur. Gallinn er auðvitað að áfengi er ekki eins og hver önnur vara.

Þeim væri nær að bísnast yfir afturförunum á húsnæðismarkaðnum, þar sem margfaldað húsnæðisverð hefur skapað áður óþekkt vandamál á Íslandi.

Ólafur Þórðarson, 31.7.2007 kl. 01:35

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er nú svo að lifskjör á Íslandi eru kannski lakari en sums staðar annars staðar. En þau eru líka mun betri en mjög víða annars staðar.

Maður getur bætt sín kjör með ýmsum hætti, ef maður vill búa á íslandi. Til dæmis með því að framleiða sitt áfengi og grænmeti sjálfur. 

Erlendum ferðamönnum þykir verðlag hér á landi mjög hátt. Ég er sammála þeim.

Ýmisskonar þjónusta er mjög dýr hér á landi og neytendur hafa einblínt á vörukaup í verðlagseftirliti sínu.

Það er hægt að bæta lífskjör með því að lækka verðlag á Íslandi og gera landið samkeppnishæfara.

Mér finnst alveg óhætt að horfa á áfengisverð, eins og margt annað í því sambandi.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 12:19

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Kannski eru menn bara fullir :)

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.8.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband