Hannes, hættu að reikna.

Kæri Hannes, nú skalt þú hætta að reikna og fara að vinna. Byrjaðu á því að heimsækja þá sem búa við hvað lökust kjör og sýndu þeim milliliðalaust hvað þú átt við þegar þú talar um hvað kjör þeirra hafa batnað. Þér  verður eflaust tekið fagnandi.

Þú getur farið yfir heimilisbókaldið með þeim og sýnt þeim hvað þeir hafi það gott. Ég er nefninlega ekki viss um að fólk sem þarf að draga fram lífið á lágum bótum eða er á lægstu laununum  átti síg á þessum prósentum, línum og súlum sem þú býður uppá á síðum blaðanna.

Svo þegar þú ert búinn að þessu þá máttu koma til mín. Ég hef það reyndar ekki sem verst en þar sem ég hef það þó nokkru betra en þeir verst settu ætti ég að vera mjög efnuð, sem ég er ekki og því gæti ég vel þegið  að vera reiknuð uppí ríkidæmi.  Það ætti  ekki að vera svo mikið mál.

Hlakka til að sjá þig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þóra ! Getur þú nokkuð sent hann til mín þegar hann er búin hjá þér?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.4.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

mér veitti ekki af því heldur að fá hann Hannes til mín

Hallgrímur Óli Helgason, 16.4.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þar sem ég efast ekki um að Hannes láti sjá sig skal ég svo sannarlega koma þessu til skila.

Þóra Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:01

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Hannes hefur alltaf verið gluggi íhaldsins.Út um hann hefur hann horft alla sína æfi.Hann veit afar lítið um kjör fólksins í landinu ,ef við leggjum hans eigin þekkingu til grundvallar í hans greinum.Ég myndi telja þeim tíma illa varið að eyða orðum við Hannes um laun og kjör í landinu.

Kristján Pétursson, 17.4.2007 kl. 17:09

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað með að þið berið saman ykkar kjör núna og fyrir 10 árum, og þar næst kjör þeirra verst settu fyrir 10 árum við kjör þeirra verst settu í dag (sem ólíklega er sama fólkið en þó aldrei að vita).

Þið gagnrýnið reikninga Hannesar en látið Stefán Ólafsson og Þorvald Gylfason alveg eiga sig, þótt sýnt hafi verið fram á stórkostlega misnotkun þeirra á tölum og tölfræði. Hvað veldur?

Geir Ágústsson, 18.4.2007 kl. 17:19

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Geir. Ég er bara að benda á það að það er alveg sama hvað útreikningar hafa sýnt að enn er fólk sem nær ekki endum saman. Þá á ég ekki við þá sem kunna eða geta ekki farið með peninga heldur þá sem fá rétt um hundrað þúsund á mánuði og jafnvel minna. Hannes talar líka lítið um það hvað margir útgjaldaliðir hafa hækkað eins og t.d. læknisþjónusta. Hlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni hefur aukist jafnt og þétt. Smá slys getur kostað tugi þúsunda, heimsókn á læknavaktina vegna bráðatilvika kostar líka stórfé. Það er líka vitað að fólk með lágar tekjur er almennt heilsutæpara en þeir sem meira hafa og það skekkir myndina enn frekar.

Þóra Guðmundsdóttir, 19.4.2007 kl. 14:54

7 identicon

Kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað gífurlega það er óumdeilanleg staðreynd. Inn í kaupmáttarreikninga er tekið verðlag og fleirra. Það þýðir ekki að koma og segja það hefur ekkert gerst þegar staðreyndir í málum eru jafn skýrar og þær eru í dag. Enginn ekki einu sinni Stebbi samfó hefur tekista að hrekja kaupmáttaraukninguna sem orðið hefur.

Það þýðir samt ekki að þeir sem hafa það verst sé endilega vel stæðir og það má vel vera að fólk sé enn að basla en baslið er auðveldara í dag en fyrir 10 árum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 04:25

8 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Við sem erum eldri en tvævetur og upplifðum á eigin skinni hvernig var að lifa fyrir samstjórn Íhalds og Framsóknar frá !995, getum kannske betur vitnað um hvort auðveldara sé að lifa nú en þá.  Flutti sjálfur úr sveitinni á mölina 1995 ,enn með stóra fjölskyldu á framfæri, og varð harkalega var við stórlega skertar barnabætur á fyrstu árum "Gósentíðar" þeirrar stjórnar með alltof harkalegum tekjutengingum t.d..  Finn ekki fyrir því í dag, eftir að ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, að mikið auðveldara sé að komast af.

Auðvitað að hluta til vegna þess að maður er að leyfa sér eitthvað meira , en ýmsir liðir eru greinilega að taka stærri hluta af kökunni, s.s. símakostnaður ,tölvuvæðing o.þ.h. sem er talið til lífsnauðsynja í dag. 

Kristján H Theódórsson, 22.4.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband