"Þetta fólk"

Það var eitthvað dapurt við Kastljósið í kvöld. Ekkert þeirra  komst á almennilegt flug. Umræðan frekar dauf og ekkert nýtt kom fram.

Innflytjendamálin bar auðvitað á góma og það var athyglisvert að það skuli fyrst og fremst vera litið á innflytjendur sem skattgreiðendur og þá er allt í lagi. 

Svo í miðjum klíðum sagðist Geir vera orðinn þreyttur á að heyra sífellt talað um "þetta fólk". Frasi sem hann hefur heyrt, það fylgdi ekki mikil sannfæring.

Það vill nú þannig til að Íslenskt mál er bara þannig vaxið að svona tekur fólk til orða. Það þarf alls ekki að fylgja því einhver lítilsvirðing eins og hann vildi meina, síður en svo. Þegar verið er að tala um afmarkaða hópa þá segir maður bara svona. Þessi börn, sem fara í sumarbúðir. Þetta fólk, sem er í skóla. Þessar konur, um konur i barneign o.s.frv.

Svo finnst mér  alltaf  fyndið þegar Geir nefnir sjálfan sig sem  dæmi um vel heppnaðan innflutning á fólki því hann er sonur innflytjanda. Hann virðist ekki átta sig á því að þessi umræða snýst ekki um einstaklinga. Þetta er svona svipað því og ef ég nefndi sjálfa mig sem dæmi um að framhjáhald væri í góðu lagi fyrst ég varð til með þeim hætti.

Svo kom faðir Geirs væntanlega ekki í hópi með tugum þúsunda landa sinna, ef svo hefði verið þá væri Geir tæplega svona ljómandi vel heppnaður og vel talandi á Íslenska tungu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fínn pistill hjá þér, Þóra. - Með páskakveðju,

Jón Valur Jensson, 10.4.2007 kl. 01:08

2 Smámynd: Einar Sigurjón Oddsson

Auðvitað er Geir gott dæmi um hvernig innflytjendur geta haft góð áhrif á samfélög. Hvernig er hægt að halda öðru fram? Auðvitað snýst þessi umræða um einstaklinga. Það eru einstaklingar sem verða fyrir áhrifum ef spornað verður gegn fólksflutningum hingað til lands. Fólkið sem ekki fær að setjast hér að mun augljóslega skaðast af slíku en einnig þeir sem hefðu viljað ráða það fólk í vinnu, þeir sem hefðu viljað selja því fólki vörur og jafnvel þeir sem hefðu getað fundið þar vini og ástvini. Samlíking þín með framhjáhald og fólksinnflutning er ósmekkleg með öllu fyrir utan það að hún er úr sambandi við allan raunveruleika.

Einar Sigurjón Oddsson, 11.4.2007 kl. 02:52

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Einar, það sem ég á við er að þegar um er að ræða fjöldatakmarkanir af einhverju tagi þá er það ekki gert á persónulegum nótum t.d. fjöldatakmarkanir í skóla. 

Finnst þér ekki einkennilegt af Geir sem er þetta líka fína dæmi að hann skuli núna meina fólki frá löndum  eins og  Asíu, Afríku og Ameríku að koma til landsins? hefur hann eitthvað á móti því fólki ? Það skyldi þó ekki vera að hann vilji líka takmarka fjölda innflytjenda.

Samlíking mín er einmitt í sambandi við raunveruleika þar er lika um að ræða einstaklinga. 

Þóra Guðmundsdóttir, 11.4.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband