Er annar hver maður þjófur?

Ég rakst á þessa frétt á Vísi. Þar er fullyrt að á hverjum degi sé stolið úr verslunum hér á landi fyrir níu milljónir króna og ekki nóg með það heldur standi starfsfólk í verslunum fyrir allt að 45% þjófnaða.

Þessu heldur "örryggissérfræðingur" fram hefur tölur frá Bretlandi sem hann telur óhætt að yfirfæra hingað.

Ég verð að segja að sem fyrrverandi starsmanni í verslun  þá er mér stórlega misboðið. Þarna er verið að þjófkenna heila stétt. Hvað segir VR við þessum ásökunum.

 

Ég efast ekki um að það sé stolið úr verslunum en fyrr má nú aldeilis fyrrvera, ég leyfi mér að stórefast um að þjofnaðurinn  sé í þessum mæli. 

 Hvað gengur mönnum til með þessum fullyrðingum ? Er kannski verið að réttlæta lág laun í verslunum og/eða ofurálagningu ? Spyr sú sem ekki veit.

 

http://www.visir.is/article/20070407/FRETTIR01/70407049


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér er líka stórlega misboðið fyrir hönd afgreiðslufólks.  Þessi maður var með tölur frá Englandi máli sínu til stuðnings og taldi að þar sem stolið væri svo mikið þar mætti heimfæra það upp á okkur hér á Íslandi.  Vægast sagt vafasamur fréttaflutningur og kannski verið að vekja athygli á að þeir eru að fara í átak gegn búðarhnupli í Kringlunni nú á næstu dögum.

Svo tíundaði maðurinn ítarlega að starfsfólk væri með lykla, bílana fyrir utan og hefði þessi líka svakalegu tækifæri til að ræna vinnuveitendur sína að vild. Ég þekki marga verslunarmenn og þeir eru ekki svona.  Það leyfi ég mér að fullyrða.  Takk fyrir góðan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Svona, svona. Maðurinn sagði bara að áætlaður um það bil helmingur af þýfinu hafnaði í höndum starfsmanna. Ekki það sama og helmingur sarfsmanna séu þjófar.

Pétur Tyrfingsson, 8.4.2007 kl. 01:14

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Rétt athugað Pétur, ég varð bara svo rosalega sár svo ég hljóp á mig Samt sem áður finnst mér þetta vera alvarlegar ásakanir á hendur starfsfólki og viðskiptavina.

Þóra Guðmundsdóttir, 8.4.2007 kl. 01:32

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hljóp á mig aftur, sé að ég hef skrifað að starfólk standi fyrir allt að 45% þjófnaða. Ef það er rétt sem Þrymur heldur fram varðandi skattaafslátt  og  maður bætir því við réttlætingu á lágum launum og ofurálagningu þá fer maður að skilja þetta. Því rök "sérfræðingsins" fjölluðu um að  ef réttlæting á glæpnum væri til staðar þá væri fólk líklegra til að stela það hlýtur þá að gilda líka um kaupmennina þ.e. þeir réttlæta sínar gjörðir.

Þóra Guðmundsdóttir, 8.4.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband